Síða er fyrir allt efni á vefnum, annað en fréttir, viðburði og vefform.

Þegar ný síða er stofnuð birtast þessir valmöguleikar efst á henni:

  • Titill: Hér kemur fyrirsögn síðunnar
  • Do not display page title: Merkt við þennan reit ef fyrirsögnin á ekki að sjást efst á síðunni. Til dæmis hægt að nota ef þetta á að vera milliforsíða með stórri hausmynd.
  • Tungumál: Hér er valið rétt tungumál síðunnar, þ.e. hvort síðan er á íslensku eða ensku. Tungumálið á að vera það sama og vefurinn er á.
  • Sidebar menu: Sé merkt við þennan reit birtist sjálfkrafa hliðarslá vinstra megin á síðunni sem sýnir hvar hún er í veftrénu/valmyndinni. Þetta yfirskrifar hliðarslána ef eitthvað annað efni er í henni.
  • Sidebar: Val um hvort það á að vera hliðarslá vinstra megin á síðunni.

Síðan sjálf skiptist svo í þrjá hluta. Fjóra ef þú vilt hafa hliðarslá á síðunni. Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í edit-hluta síðunnar. (Sjá neðst á myndinni):

Bakhluti nýrrar síðu í Drupal
Bakhluti á nýrri síðu í Drupal.

Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni síðunnar í örstuttu máli.

Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni síðunnar, en það er ekki nauðsynlegt.

Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.

Efnið úr preview-hlutanum birtist ekki á síðunni sjálfri. En það birtist:

Hausinn er notaður ef þú vilt hafa stóra mynd efst á síðunni. Það er ekki nauðsynlegt að hafa efni í hausnum.

Hér eru tvær einingar í boði:

Hliðarslá getur verið vinstra megin á síðunni. En það er ekki nauðsynlegt.

ATH.: Ef merkt er við reitinn Sidebar menu efst á síðunni yfirskrifar hann þessa hliðarslá ef eitthvað efni er í henni.

Hér eru eftirfarandi einingar í boði:

Tengt efni
Aðalbygging Háskóla Íslands
Háskóli íslands, Oddi
Gluggar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Árnagarður
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila