Síða er fyrir allt efni á vefnum, annað en fréttir, viðburði og vefform.
Þegar ný síða er stofnuð birtast þessir valmöguleikar efst á henni:
- Titill: Hér kemur fyrirsögn síðunnar
- Do not display page title: Merkt við þennan reit ef fyrirsögnin á ekki að sjást efst á síðunni. Til dæmis hægt að nota ef þetta á að vera milliforsíða með stórri hausmynd.
- Tungumál: Hér er valið rétt tungumál síðunnar, þ.e. hvort síðan er á íslensku eða ensku. Tungumálið á að vera það sama og vefurinn er á.
- Sidebar menu: Sé merkt við þennan reit birtist sjálfkrafa hliðarslá vinstra megin á síðunni sem sýnir hvar hún er í veftrénu/valmyndinni. Þetta yfirskrifar hliðarslána ef eitthvað annað efni er í henni.
- Sidebar: Val um hvort það á að vera hliðarslá vinstra megin á síðunni.
Síðan sjálf skiptist svo í þrjá hluta. Fjóra ef þú vilt hafa hliðarslá á síðunni. Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í edit-hluta síðunnar. (Sjá neðst á myndinni):
Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni síðunnar í örstuttu máli.
Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni síðunnar, en það er ekki nauðsynlegt.
Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.
Efnið úr preview-hlutanum birtist ekki á síðunni sjálfri. En það birtist:
- Í leitarniðurstöðum
- Í fréttayfirliti
- Í efniseiningunni Page reference
Hausinn er notaður ef þú vilt hafa stóra mynd efst á síðunni. Það er ekki nauðsynlegt að hafa efni í hausnum.
Hér eru tvær einingar í boði:
Hingað fer allt efni á síðuna. Efniseiningar í boði eru:
- Mynd
- Margmiðlunarefni (Media)
- Myndasafn (Gallery)
- Efni úr bakhluta vefsins (Block reference)
- Tengill í aðra síðu (Page reference)
- Mynd með textaboxi (Image text)
- Fókusbox
- Harmónikkulisti (Accordion)
- Tenglasafn (Links collection)
- Efnisbox (Custom box)
- Fyrirsögn (Headline)
- Hnappur (Button)
- Flýtileiðir (Shortcuts)
- Starfsmannalisti
- Lítil textabox (Infobox)
- Flipar (Tabs)
- Texti
- Myndband (Remote video)
- Efni í tveimur dálkum (Two columns)
- Myndband með textaboxi (Video text)
- Umsagnir nemenda (Student comments)
Hliðarslá getur verið vinstra megin á síðunni. En það er ekki nauðsynlegt.
ATH.: Ef merkt er við reitinn Sidebar menu efst á síðunni yfirskrifar hann þessa hliðarslá ef eitthvað efni er í henni.
Hér eru eftirfarandi einingar í boði: