Umsagnir nemenda á stofnana- og sérvefjum
Einingin Student comments er ætluð til þess að birta umsagnir nemenda, ásamt mynd, nafni og starfsheiti (eða upplýsingum um í hvaða námi viðkomandi er)
Í efsta reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir umsögnunum. Það er ekki nauðsynlegt.
Til að bæta við mynd smellir þú á tengilinn MYND, svo á hnappinn Select entities. Þá birtist sprettigluggi þar sem þú velur mynd. Sjá nánar um myndir og myndanotkun.
Hér eru þrír textareitir, þar af tveir sem nauðsynlegt er að fylla út:
- Titill = Nafn nemanda (eða þess sem gefur umsögnina)
- Department = Starfstitill eða nám sem viðkomandi er í
- Texti = Tilvitnun í viðkomandi
Til að bæta við fleiri umsögnum smellir þú á hnappinn Bæta við Comments.
Þegar umsagnir eru komnar í listann má endurraða þeim með drag-n-drop-möguleikanum og færa þær upp eða niður með músinni.
Þetta er dæmi um stuttan texta, einhverja tilvitnun í viðkomandi nemanda. Gæsalappirnar birtast sjálfkrafa utan um textann.
Hér er önnur umsögn. Það er hægt að fletta í gegnum þær með músinni.
Þetta er enn eitt dæmi um tilvitnun í nemanda. Þessar tilvitnanir eru yfirleitt notaðar til að segja frá kostum námsleiða við Háskóla Íslands.
Það er flett í gegnum umsagnirnar með því að smella á myndina efst við hverja umsögn. Sú sem er virk hverju sinni birtist í miðjunni.