Myndaeiningin er notuð til að birta eina staka mynd. Það er líka í boði að hafa stuttan texta fyrir neðan hana.
Eftir að einingunni hefur verið bætt við smellir þú á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni. Þá geturðu hlaðið mynd upp úr tölvunni eða fundið mynd sem er nú þegar til í myndasafni vefsins.
Ef nýrri mynd er hlaðið upp þarf að muna að setja Alt-texta við hana og gefa henni lýsandi nafn. Ef það er gert vel á ekki að þurfa að hlaða sömu mynd upp aftur.
Sjá nánar um myndir og myndanotkun
Í valmyndinni View mode eru stærðarhlutföll myndarinnar valin. Sjá upplýsingar um stærðarhlutföll hér fyrir neðan.
Í reitinn Caption er hægt að skrifa stuttan til að hafa fyrir neðan myndina. Hann getur ekki verið lengri en 255 slög.
Í valmyndinnni View mode er hægt að velja í hvaða hlutföllum myndin birtist. Hér eru ákjósanlegar lágmarksstærðir fyrir hverja stillingu:
- Ekkert: Mynd í réttum hlutföllum, hver sem þau eru.
- Full screen og Wide width: Breidd=1920 punktar
- Content width og Text width: Breidd = 1024 punktar
- Default: Mynd í réttum hlutföllum, hver sem þau eru.
- Breidd = 1920 punktar
- 360 Mynd: Notað ef myndin er tekin með 360 gráðu myndavél. Þetta gefur möguleika á panorama-mynd, sem hægt er að færa til með músinni eða fingrinum.
- Banner: 1920x960
- Hero: 1920x1080
- Photo: 1920x1440
- Preview: Breidd = 220 punktar
- Rectangle: 1920x576
- Squared: 1024x1024