Notendahlutverk og aðgangsstillingar eru mismunandi á Drupal vefjum Háskóla Íslands.
Á aðalvefjum HÍ (hi.is og english.hi.is) er stefnt að því að fækka verulega þeim sem hafa ritaðgang að vefnum. Það er gert vegna öryggis- og gæðamála.
Fjórar aðgangsstillingar eru í boði:
Stjórnandi/Administrator
Ætlaður vefforriturum, vefstjórum og starfsfólki Markaðs- og samskiptasviðs sem vinna við vefinn á hverjum degi.
Þessi aðgangsheimild getur gert allt sem er hægt að gera á vefnum.
Vefstjóri/Web editor
Ætlað vef- og kynningarstjórum fræðasviða.
Þessi aðgangur getur stofnað og breytt venjulegum síðum og fréttum á vefnum. Getur ekki búið til eða breytt námsleiðasíðum.
Ofurritari
Þessi aðgangur getur breytt öllum síðum og fréttum á vefnum en ekki búið til nýjar síður.
Vefritari/Basic editor
Þessi aðgangsheimild getur ekki búið til nýtt efni, en getur breytt síðum og fréttum ef viðkomandi notandi er skráður sem höfundur/eigandi síðunnar. Aðeins einn notandi í einu getur verið eigandi hverrar síðu.
Á stofnana- og sérvefjum eru þrenns konar notendastillingar:
Vefritarar
Vefritarar geta framkvæmt allar helstu aðgerðir sem eru í boði. Þetta hlutverk nægir flestum sem vinna á vefnum.
Má breyta forsíðu
Þessi aðgangur getur gert allt sem vefritarar geta gert, auk þess að geta breytt forsíðu. (Hér er gott að minnast á að það á bara að vera ein forsíða á hverjum vef).
Stjórnendur
Stjórnendur hafa meiri réttindi. Notendur með þessa aðgangsheimild geta gert ýmislegt sem á ekki að þurfa að gera dags- daglega á vefnum. Til dæmis:
- Búa til og breyta forsiðu
- Setja upp vefform
- Bæta við nýjum notendum
- Stilla síðum upp í leiðakerfi
- Breyta upplýsingum í fæti vefsins
Gert er ráð fyrir því að færri séu með stjórnendaaðgang. Ef þú þarft að gera eitthvað af þessum ofantöldum hlutum er best að fá vefstjóra til að gera það. Það tekur langoftast styttri tíma en að bíða eftir aukinni aðgangsheimild.
Kerfisstjórar
Þessi aðgangur er aðeins fyrir forritara og tæknimenn.