Breyta lykilorði

Svona er farið að því að breyta lykilorðinu. Það er sérlega mikilvægt ef þú hefur fengið það sent með tölvupósti eða í gegnum Teams. Það er líka góð venja að breyta lykilorðinu reglulega:

  1. Smelltu á notandanafnið þitt í vinnustikunni.
  2. Þar fyrir neðan smellir þú á Edit Profile. Þá birtist síða með notandaupplýsingunum þínum.
  3. Skrifaðu núverandi lykilorð í reitinn Current password.
  4. Nýtt lykilorð í reitina Lykilorð og Staðfesta lykilorð (eða Confirm password).
  5. Smellt á hnappinn Vista (eða Save) neðst á síðunni.

Reglur um lykilorð

Lykilorð í Drupal verða að uppfylla ákveðin skilyrði:

  1. A.m.k. sex stafir að lengd (sums staðar tólf stafir, en því lengra, því betra).
  2. Má ekki innihalda notandanafnið þitt.
  3. Innihalda a.m.k. einn tölustaf.
  4. A.m.k. eitt greinarmerki eða tákn, önnur en bók- eða tölustafi. T.d. punkt, kommu, upphrópunarmerki, dollaramerki o.s.frv.)
  5. Innihalda hástafi og lágstafi
  6. Sami stafur eða tákn má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í röð.

Ef þér dettur ekkert lykilorð í hug

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.