Harmónikkulisti á stofnana- og sérvefjum
Accordion-einingin birtir harmónikkulista (Plús-lista, fellilista). Hana má nota til að fela texta á bakvið fyrirsagnir og stytta síðuna ef hún er mjög löng og efnismikil. Það auðveldar lesendum að skanna yfir textann á síðunni.
Í efsta reitinn, Title, kemur fyrirsögn yfir listanum. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Hver hluti í listanum hefur svo sína eigin fyrirsögn (Title). Þar er nauðsynlegt að hafa einhvern texta.
Í textasvæðið kemur svo textinn undir fyrirsögninni.
Þessi eining er aðallega til þess að birta texta. Það er þó hægt að birta myndir í henni, en fara ætti sparlega með þann möguleika. Sjá leiðbeiningar um myndir inni í textasvæði.
Til að bæta fleiri atriðum við harmónikkulistann er smellt á hnappinn Bæta við Accordion item.
Hægt er að raða hlutum innan listans með því að draga þau upp og niður með músinni (drag-n-drop-möguleikinn). Með því að smella á hnappinn Collapse all efst í harmónikkulistanum fæst betri yfirsýn yfir hlutana í honum áður en þeim er endurraðað.
Dæmi um harmónikkulista:
Sýnishorn af harmónikkulista
Þetta er dæmi um harmónikkulista. Hér er hægt að hafa stuttan og langan texta, allt eftir því hvers eðlis hann er.
Ef textinn er kaflaskiptur er hægt að bæta fleiri atriðum við listann.
Hér er ekki hægt að hafa harmónikkulista inni í öðrum harmónikkulista.
Enn sem komið er er heldur ekki hægt að búa til tengil sem vísar á ákveðinn stað í listanum.
Það er hægt að hafa mynd inni í harmónikkulistanum. En það ætti að fara sparlega með myndanotkun hér, því þetta svæði er fyrst og fremst gert fyrir texta.
Hér er dæmi um mynd:
Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að setja mynd inn í textasvæði.
Hér er líka hægt að hafa töflu.
Þær ætti samt að nota í hófi eins og myndir inni í textasvæðinu, því töflur geta komið illa út á litlum skjám, s.s. í símum og spjaldtölvum.
Ár | Fjöldi |
---|---|
2021 | 1.431 |
2022 | 1.528 |
Harmónikkulisti er hentug leið til að stytta síðuna ef hún er mjög löng.
Með þeim má t.d. sameina skylt efni á eina síðu ef því hefur verið dreift á margar síður. Það auðveldar oft notendum að finna efnið.
Við erum fyrst og fremst að skrifa fyrir notendur vefsins.