Einingin Margmiðlunarefni (Media) er notuð til að birta margmiðlunarefni, einkum hljóðskrár og skjöl.

Þegar henni hefur verið bætt við síðuna smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni. Þá opnast skjalasafnið á vefnum. Í dálkinum vinstra megin velur þú hvers konar efni þú vilt birta:

  • Remote audio: Hljóðskrá frá iHeartRadio, SoundCloud eða Spotify.
  • Skrá: PDF-skjal sem þú hleður upp á vefinn eða finnur í skjalasafninu á honum.
  • Soundcloud: Hljóðskrá frá Soundcloud. (Nota þennan möguleika frekar en þann efri til að birta efni frá Soundcloud).

Til að birta myndband er notuð einingin Video text eða Remote video.

Efni sótt úr safni vefsins

Hægt er að fletta í gegnum skjalasafnið eða nota leitargluggann (Nafn-reitinn) til að leita að efni sem er nú þegar til á vefnum.

Bæta við margmiðlunarefni í Drupal

Til að bæta efninu við síðuna merkir þú við skrána sem þú vilt birta og smellir næst á hnappinn Insert selected. 

Það er hægt að velja fleiri en eina skrá í einu og birta með sömu efniseiningunni. 

Nýju efni bætt við safnið

Það er hægt að bæta nýju efni í margmiðlunarsafnið með þessari einingu:

Í Remote-audio og Soundcloud-möguleikunum eru settar slóðir að hljóðskránni í viðeigandi reit (Add Remote audio via URL eða Add Soundcloud Track URL).

Þegar rétt slóð er komin í reitinn er smellt á hnappinn Bæta við. Drupal sækir upplýsingar um hljóðskrána.

Næst færðu möguleika á að breyta nafni hljóðskrárinnar. Sjálfgefið nafn er það sama og frá upprunastaðnum. Ef þú vilt breyta því skrifarðu nýtt heiti í reitinn Nafn áður en þú vistar. Nafnið þarf að vera lýsandi fyrir hljóðskrána. Það kemur sér líka vel ef það þarf að birta hana aftur eða leita að henni síðar.

Skráin er valin sjálfkrafa eftir að þú vistar hana. Til að birta hana smellirðu svo á hnappinn Insert selected.

Til að bæta við nýju skjali velur þú Skrá í hliðarstikunni. 

Finnur skrána í tölvunni og dregur hana yfir á gráa svæðið (Drop files here to upload them). Þú getur líka smellt á hnappinn Select files og leitað þar að skránni í tölvunni.

Skjalið hleðst þá sjálfkrafa upp. Eftir upphleðsluna birtist gluggi þar sem þú þarft að gefa skjalinu nafn. Nafnið þarf að vera lýsandi fyrir innihald þess. Það kemur sér líka vel ef það þarf að birta skjalið aftur eða leita að því síðar.

Sjá meira: Hlaða upp skrá á stofnana- og sérvefi

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila