Mynd með textaboxi á stofnana- og sérvefjum

Einingin Image text er notuð til að birta mynd með textaboxi vinstra eða hægra megin. Textaboxið hefur ljósgráan bakgrunn.

Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir textanum. Fyrirsögnin birtist inni í textaboxinu.

Eftir að einingunni hefur verið bætt við smellirðu á tengilinn MYND (eða IMAGE) og finnur þá myndina sem þú ætlar að nota. (Sjá nánar um myndir og myndanotkun).

Þú tvísmellir á myndina og smellir að lokum á hnappinn Use selected, sem birtist hægra megin við myndasafnið.

Í textaboxið fyrir neðan kemur textinn sem á að birtast til hliðar við myndina. Athugaðu að hafa hann ekki mjög langan, annars er hætt við því að hann fari niður fyrir boxið.

Textinn birtist sjálfkrafa vinstra megin við myndina. Ef þú vilt hafa textann hægra megin hakar þú við reitinn Invert.

Ef þú vilt birta fleiri en eitt svona textabox saman í röð er möguleiki á að nota Fókusbox.

Dæmi um mynd með textaboxi

Titill
Mynd með textaboxi

Text

Hér er dæmi um mynd með textaboxi til hliðar. Hér er hægt að hafa stuttan texta. Ef textinn nær niður fyrir myndina er hann of langur. Þá þarf að stytta hann (sem er betra) eða skipta honum niður í fleiri box.

Hér eru ýmsir möguleikar í framsetningu texta.

Til að stafla boxum ofan á hvert annað hentar betur að nota Fókusbox.

Lesa meira um fókusbox

Image
Image
Lögberg