Einingin Image text er notuð til að birta mynd með textaboxi vinstra eða hægra megin. Ef þú vilt birta fleiri en eitt svona textabox saman í röð er möguleiki á að nota Fókusbox.

Mynd

Eftir að einingunni hefur verið bætt við smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni og velur myndina sem þú ætlar að nota. (Sjá nánar um myndir og myndanotkun).

Myndin birtist sjálfkrafa vinstra megin við textann. Ef þú vilt hafa hana hægra megin velurðu möguleikann Right í valmyndinni Image position efst í stillingunum á boxinu.

Fyrirsögn

Í reitinn Titill (Title) kemur fyrirsögn yfir textanum. Fyrirsögnin birtist inni í textaboxinu.

Það er líka hægt að hafa yfir- og/eða undirfyrirsagnir. Þær eru skrifaðar í reitina Pre header og Sub header.

Texti

Í textaboxið fyrir neðan kemur textinn sem á að birtast til hliðar við myndina. Athugaðu að hafa hann ekki mjög langan, annars er hætt við því að hann fari niður fyrir boxið.

Hnappur

Það er hægt að hafa einn hnapp inni í hverju textaboxi.

Ef þú vilt hafa hnapp í boxinu seturðu slóðina í reitinn Vefslóð og skrifar heitið á tenglinum í reitinn Link text.

Útlitið á hnappinum er stillt í valmyndinni Link style. (Sjá mismunandi útlit á hnöppum).

Undir stillingunum Attributes velur þú hvort tengillinn opnast í sama glugga (Same window (_self)) eða nýjum glugga (New window (_blank)).

Horft yfir hátíðasalinn í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Deila