Fela eða birta
Það er hægt að fela síður í Drupal, t.d. ef þær eru ekki tilbúnar til birtingar eða ef upplýsingar á þeim eru úreltar.
Ef þú ætlar að fela síðu sem er nú þegar í birtingu er mikilvægt að athuga fyrst hvort búið sé að fjarlægja alla tengla í hana. Annars skilar það sér í brotnum tenglum.
Faldar síður eru lokaðar öðrum en þeim sem eru skráð inn í Drupal. Aðferðirnar við að fela og birta síður eru mismunandi:
- Afmerkja við Publish-möguleikann efst á síðunni. (Þannig að reiturinn verði grár):
- Vista.
Til að birta falda síðu er merkt við Published-reitinn, þannig að hann verði grænn.
Það er líka hægt að fela eða birta einstakar efniseiningar á síðunni. Sjá umfjöllun um efniseiningar, undir hlutanum Einingar ekki í birtingu.
- Byrja á að vista síðuna.
- Smella á Unpublish neðst á síðunni:
Þá birtist ljósblár bakgrunnur á henni. Hann merkir að síðan er ekki í birtingu.
Unpublish-tengillinn heitir nú Publish. Til að birta síðuna aftur er smellt á hann.