Afrita síðu

Það er hægt að afrita (klóna) síðu í Drupal. Það sparar tíma ef þú þarft að setja upp fleiri en eina síðu sem eiga að vera eins upp byggðar. Þá þarf ekki að tína til efniseiningar í hvert skipti sem ný síða er stofnuð.

Á aðalvefjunum má líka nota möguleikann Add Content → From template þegar ný síða er stofnuð. Þá birtast nokkrar sérsniðnar síður sem búið er að stilla upp.

En til að klóna síðu er þetta aðferðin:

Á aðalvefjum er smellt á tengilinn Clone efst í breytingahluta (edit-hluta) síðunnar.

Image
Klóna síður á aðalvefjum

Á stofnana- og sérvefjum er tengillinn Klóna (eða Clone) neðst á síðunni þegar þú ert skráð-/ur inn í Drupal:

Image
Klóna efni á stofnana- og sérvefjum

Eftir að smellt hefur verið á tengilinn birtist afrit af síðunni, sem svo er hægt að vista, eftir að búið er að breyta því sem þarf að breyta.

Gott að hafa í huga þegar síður eru klónaðar:

  • Er búið að breyta öllum texta?
  • Er búið að skipta út öllum myndum?
  • Er eitthvað efni af frumritinu sem á ekki að vera með?
  • Er búið að breyta Forskoða- (Preview)-hlutanum?
  • Er rétt hliðarslá (Sidebar) á síðunni?
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.