Slideshow-einingin er í boði í haus- (header)-hlutanum á forsíðu og á venjulegum síðum. Með henni er hægt að birta eina eða fleiri myndir efst í síðuhausnum.
Ef myndirnar eru tvær eða fleiri er möguleiki á að láta flettast sjálfkrafa á milli þeirra á nokkurra sekúndna fresti.
Til að bæta við nýrri slæðu í sýninguna smellir þú á hnappinn Add section og þar næst á hnappinn Slide.
Mynd bætt við
Til að bæta við mynd í slæðuna smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni og velur mynd til að nota
(Sjá nánar um myndir og myndanotkun).
Fyrirsögn og texti
Í reitinn Pre header er hægt að hafa yfirfyrirsögn.
Í reitinn Heading kemur aðalfyrirsögn slæðunnar.
Í textareitinn kemur stuttur texti. Hann á ekki að vera langur; í mesta lagi ein til tvær setningar.
Textareiturinn fylgir alltaf myndinni, þó að svæðin fyrir fyrirsagnir og texta séu tóm.