Valmynd og brauðmolaslóð

Brauðmolaslóðin efst á síðunni sýnir hvaða leið hægt er að komast að efninu, þ.e. hvar síðan er staðsett í veftrénu/valmyndinni.

Til að slóðin birtist rétt þarf síðan að vera í valmyndinni á vefnum. Hver síða getur bara verið á einum stað í valmyndinni.

Síðu bætt við valmynd

Til að bæta síðunni við valmyndina er farið í Valmyndastillingar, í hliðardálkinum, hægra megin í breytingahluta (edit-hluta) síðunnar.

Þar þarf að haka við boxið Provide a menu link.

Í reitinn Titill valmyndatengils er skrifað heiti tengilsins í valmyndinni. Það getur verið sama og heiti síðunnar, en það er ekki nauðsynlegt. Það þarf þó að vera lýsandi fyrir efnið sem er á síðunni.

Í reitinn Lýsing er hægt að skrifa stutta lýsingu á því hvað er á síðunni. En það er ekki nauðsynlegt.

Í valmyndinni Parent link finnur þú síðunni stað í valmyndinni.

Reiturinn Vægi skiptir ekki máli. Þegar búið er að fara yfir þessi atriði má svo vista síðuna. Þessu má breyta ef það þarf að færa síðuna til í valmyndinni.

Síða færð til í valmynd

Notendur með stjórnendaaðgang geta breytt uppstillingunni á valmyndinni. Þetta er leiðin að því:

Uppbygging → Valmyndir → Main Navigation.

Þegar þangað er komið er hægt að draga tenglana upp og niður með músinni. En þó bara innan sama hóps og síðan er í. Ef það þarf að færa hana undir aðra móðursíðu er best að gera það í valmyndastillingunum á síðunni sjálfri, eins og lýst er hér fyrir ofan.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.