Einingin Block reference birtir alls konar efni úr bakhluta vefsins. Þegar einingunni hefur verið bætt við síðuna er hægt að velja í fellilista hvers konar virkni hún á að hafa.
Blokkin getur verið í þremur breiddarstillingum: Full, Wide og Narrow.
Algengt er að nota hana til að birta frétta- og viðburðayfirlit. Hana má líka nota til að birta efni sem þarf að birtast á fleiri en einni síðu.
Almennt er ekki mælt með því að hafa sama efni á mörgum síðum, heldur frekar að tengja á milli síðna. Stundum er það þó nauðsynlegt, t.d. ef birta þarf tengiliðaupplýsingar, opnunartíma.
Block reference einingin hentar vel ef birta þarf sama texta á mörgum síðum. Þá er nóg að breyta textanum á einum stað. Breytingin flyst svo sjálfkrafa yfir á allar síður þar sem einingin er notuð.
Ný blokk
Til að búa til nýja textablokk sem á að birtast í þessari einingu er þetta aðferðin: (Hún er aðeins í boði fyrir notendur með stjórnendaheimild).
- Veldu Content (blaðatáknið) → Blocks → Add content block.
- Í reitinn Lýsing á blokk á síðunni skrifar þú heiti eða fyrirsögn.
- Í Meginmálinu á texti blokkarinnar að vera.
- Mundu að vista að lokum.
Breyta blokk
Til að breyta blokk sem er til á vefnum er þetta aðferðin:
- Veldu Content (blaðatáknið) → Blocks. Þá færðu lista yfir allar blokkir sem eru til.
- Smelltu á heiti blokkarinnar sem þú vilt breyta.
- Þá kemstu inn í textaritil þar sem þú getur unnið með textann.
- Mundu að vista í lokin. Textinn breytist þá á öllum síðum þar sem þessi blokk er notuð.
Birta blokk á síðu
Til að birta blokkina á venjulegri síðu ferð þú þannig að:
- Býrð til nýja einingu. (Add paragraph)
- Velur Block reference. Þú getur líka valið eininguna Two columns og smellt á hnappinn Bæta við Block reference.
- Í valmyndinni sem birtist finnur þú liðinn Content block. Þar undir velur þú heitið á blokkinni sem þú vilt birta.
Það er hægt að birta fréttayfirlit á hvaða síðu sem er.
Svona er farið að því:
- Bættu Block reference einingu við síðuna.
- Í valmyndinni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú News teaser.
- Í valmyndinni Items per block velur þú hversu margar fréttir eiga að birtast yfirlitinu. Þær geta verið allt að 48.
- Ef fyrirsögnin yfir fréttasafninu á að vera önnur en News: Hakaðu við boxið Override title.
- Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.
Hér birtast fréttirnar í þremur dálkum.
Það er líka hægt að birta yfirlit þar sem ein frétt birtist í hverri línu. Þá velur þú möguleikann News compact í skrefi 2 hér fyrir ofan. Að öðru leyti eru skrefin eins.
Fyrir neðan fréttayfirlit er oft birtur tengill eða hnappur sem vísar í fleiri fréttir, eða allar fréttir á vefnum. Slóð fréttayfirlitssíðunnar er /frettir aftan við aðalslóð vefsins. Dæmi:
Þá er sett upp einingin Button (hnappur) fyrir neðan fréttayfirlitið. Í hana er settur tengill eða hnappur sem heitir t.d. Fleiri fréttir eða Fréttasafn. Sjá leiðbeiningar um tengla.
Það er hægt að birta viðburðayfirlit á hvaða síðu sem er. Á viðburðayfirliti birtast viðburðir sem eru framundan.
Svona er farið að því:
- Bættu Block reference einingu við síðuna.
- Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú All events and courses.
- Í valmyndinni Items per block velur þú hversu margir viðburðir eiga að birtast í yfirlitinu. Þeir geta verið allt að 48.
- Merktu við reitinn Display title ef þú vilt að fyrirsögn birtist fyrir ofan yfirlitið.
- Ef fyrirsögnin á að vera önnur en Events and courses: Hakaðu við boxið Override title.
- Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.
Þegar lokadagsetning viðburðarins er liðin hverfur hann af yfirlitinu. Hann færist í staðinn yfir á yfirlitssíðu yfir liðna viðburði. Slóðin að henni er /eldri_vidburdir aftan við aðalslóðina. Dæmi:
- https://vigdiscentre.hi.is/is/eldri_vidburdir
- https://jardvis.hi.is/is/eldri_vidburdir
- https://svf.hi.is/is/eldri_vidburdir
Það er ekki hægt að birta yfirlit yfir liðna viðburði annarsstaðar en á þessari sjálfefnu síðu.
Í viðburðadagatali er hægt að fletta í dagatali fram og aftur í tímann til að skoða alla viðburði sem eru til á vefnum.
Í dagatalinu er hægt að sjá yfirlit yfir dag, viku eða mánuð.
Svona er viðburðadagatali bætt við síðu:
- Bættu Block reference einingu við síðuna.
- Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú Event calendar.
- Merktu við reitinn Display title ef þú vilt birta fyrirsögn yfir dagatalinu.
- Það þarf engu að breyta í valmyndinni Items per block.
- Ef fyrirsögnin yfir viðburðayfirlitinu á að vera önnur en Events calendar: Hakaðu við boxið Override title.
- Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.
Með blokkinni er hægt að birta leitarglugga á hvaða síðu sem er. Þessi leitargluggi leitar að efni á öllum vefnum, eins og stækkunaglerið efst í hægra horninu:
- Bættu Block reference einingu við síðuna.
- Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú Search icelandic eða Search english, eftir því á hvaða tungumáli vefurinn er.
- Merktu við reitinn Display title ef þú vilt birta fyrirsögn yfir leitarglugganum.
- Það þarf engu að breyta í valmyndinni Items per block.
- Ef fyrirsögnin yfir leitarglugganum á að vera önnur en Search icelandic (eða english): Hakaðu við boxið Override title.
- Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.
Það er hægt að birta vefform með þessari einingu. Formið verður að vera til á vefnum áður en því er bætt við á síðuna.
Sjá leiðbeiningar um uppsetningu vefforma.
Þegar einingunni hefur verið bætt við velur þú Vefform í fellilistanum. Að því loknu skrifar þú nafn formsins sem þú vilt birta.