Blokkir á stofnana- og sérvefjum

Einingin Block reference birtir alls konar efni úr bakhluta vefsins. Þegar einingunni hefur verið bætt við síðuna er hægt að velja í fellilista hvers konar virkni hún á að hafa.

Blokkin getur verið í þremur breiddarstillingum: Full, Wide og Narrow.

Algengt er að nota hana til að birta frétta- og viðburðayfirlit. Hana má líka nota til að birta efni sem þarf að birtast á fleiri en einni síðu.

Almennt er ekki mælt með því að hafa sama efni á mörgum síðum, heldur frekar að tengja á milli síðna. Stundum er það þó nauðsynlegt, t.d. ef birta þarf tengiliðaupplýsingar, opnunartíma eða tenglalista. (Tenglalistinn hér hægra megin á síðunni er t.d. birtur með þessari einingu).

Block reference einingin hentar vel ef birta þarf sama texta á mörgum síðum. Þá er nóg að breyta textanum á einum stað. Breytingin flyst svo sjálfkrafa yfir á allar síður þar sem einingin er notuð.

Ný blokk

Til að búa til nýja textablokk sem á að birtast í þessari einingu er þetta aðferðin: (Hún er aðeins í boði fyrir notendur með stjórnendaheimild).

  1. Veldu Uppbygging → Block Layout → Add custom block.
  2. Í reitinn Lýsing á blokk á síðunni skrifar þú heiti eða fyrirsögn.
  3. Í Meginmálinu á texti blokkarinnar að vera.
  4. Mundu að vista í lokin.

Breyta blokk

Til að breyta blokk sem er til á vefnum er þetta aðferðin:

  1. Veldu Uppbygging → Block Layout → Custom block library. Þá færðu lista yfir allar blokkir sem eru til.
  2. Smelltu á heiti blokkarinnar sem þú vilt breyta.
  3. Þá kemstu inn í textaritil þar sem þú getur unnið með textann.
  4. Mundu að vista í lokin. Textinn breytist þá á öllum síðum þar sem þessi blokk er notuð.

Birta blokk á síðu

Til að birta blokkina á venjulegri síðu ferð þú þannig að:

  1. Býrð til nýja einingu. (Add paragraph)
  2. Velur Block reference. Þú getur líka valið eininguna Two columns og smellt á hnappinn Bæta við Block reference.
  3. Í valmyndinni sem birtist finnur þú liðinn Sérsniðið (eða Custom). Þar undir velur þú heitið á blokkinni sem þú vilt birta.

Það er hægt að birta fréttayfirlit á hvaða síðu sem er.

Svona er farið að því:

  1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
  2. Í valmyndinni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú News teaser.
  3. Í valmyndinni Items per block velur þú hversu margar fréttir eiga að birtast yfirlitinu. Þær geta verið allt að 48.
  4. Ef fyrirsögnin yfir fréttasafninu á að vera önnur en News: Hakaðu við boxið Override title.
  5. Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.

Hér birtast fréttirnar í fjórum dálkum.

    Það er líka hægt að birta fréttayfirlit í tveimur dálkum. Þá velur þú möguleikann News compact í skrefi 2 hér fyrir ofan. Að öðru leyti eru skrefin eins.

    Fyrir neðan fréttayfirlit er oft birtur tengill eða hnappur sem vísar í fleiri fréttir, eða allar fréttir á vefnum. Slóð fréttayfirlitssíðunnar er /frettir aftan við aðalslóð vefsins. Dæmi:

    Þá er sett upp textaeining fyrir neðan fréttayfirlitið. Í hana er settur tengill eða hnappur sem heitir t.d. Fleiri fréttir eða Fréttasafn. Sjá leiðbeiningar um tengla.

    Það er hægt að birta viðburðayfirlit á hvaða síðu sem er. Á viðburðayfirliti birtast viðburðir sem eru framundan.

    Svona er farið að því:

    1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
    2. Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú All events and courses.
    3. Í valmyndinni Items per block velur þú hversu margir viðburðir eiga að birtast í yfirlitinu. Þeir geta verið allt að 48.
    4. Ef fyrirsögnin yfir viðburðayfirlitinu á að vera önnur en Events and courses: Hakaðu við boxið Override title.
    5. Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.

    Öfugt við fréttayfirlit birtast ekki myndir með viðburðayfirlitinu.

    Þegar lokadagsetning viðburðarins er liðin hverfur hann af yfirlitinu. Hann færist í staðinn yfir á yfirlitssíðu yfir liðna viðburði. Slóðin að henni er /eldri_vidburdir aftan við aðalslóðina. Dæmi:

    Það er ekki hægt að birta yfirlit yfir liðna viðburði annarsstaðar en á þessari síðu.

    Í viðburðadagatali er hægt að fletta í dagatali fram og aftur í tímann til að skoða alla viðburði sem eru til á vefnum.

    Í dagatalinu er hægt að sjá yfirlit yfir dag, viku eða mánuð.

    Svona er viðburðadagatali bætt við síðu:

    1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
    2. Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú Event calendar.
    3. Merktu við reitinn Display title ef þú vilt birta fyrirsögn yfir dagatalinu.
    4. Það þarf engu að breyta í valmyndinni Items per block.
    5. Ef fyrirsögnin yfir viðburðayfirlitinu á að vera önnur en Events calendar: Hakaðu við boxið Override title.
    6. Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.

    Með blokkinni er hægt að birta leitarglugga á hvaða síðu sem er. Þessi leitargluggi leitar að efni á öllum vefnum, eins og stækkunaglerið efst í hægra horninu:

    1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
    2. Í valmyndinnni, undir hlutanum Lists (Views) velur þú Search icelandic eða Search english, eftir því á hvaða tungumáli vefurinn er.
    3. Merktu við reitinn Display title ef þú vilt birta fyrirsögn yfir leitarglugganum.
    4. Það þarf engu að breyta í valmyndinni Items per block.
    5. Ef fyrirsögnin yfir leitarglugganum á að vera önnur en Search icelandic (eða english): Hakaðu við boxið Override title.
    6. Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title.

    Neðst á hverri síðu birtast sjálfkrafa deilingarhnappar fyrir Twitter (nú X) og Facebook.

    Ef þú vilt bæta deilingum á fleiri samfélagsmiðla er það í boði. Þarna er líka í boði að gefa kost á að prenta síðuna og að senda hana með tölvupósti:

    1. Bættu Block reference einingu við síðuna.
    2. Í valmyndinni, undir hlutanum Blokkir velur þú Shariff share buttons.
    3. Skrifaðu fyrirsögn í reitinn Title og merktu við reitinn Display title ef þú vilt sýna fyrirsögnina.
    4. Afmerktu við reitinn Use Shariff default settings.
    5. Merktu við samfélagsmiðla sem þú vilt gefa möguleika á deilingu.
    6. Neðar eru svo ýmsir möguleikar á útlitsstillingu fyrir hnappana.

    Það er hægt að birta vefform með þessari einingu. Formið verður að vera til á vefnum áður en því er bætt við á síðuna.

    Sjá leiðbeiningar um uppsetningu vefforma.

    Þegar einingunni hefur verið bætt við velur þú Vefform í fellilistanum. Að því loknu skrifar þú nafn formsins sem þú vilt birta.

    Var efnið hjálplegt?

    Gott að heyra.

    Láttu vita hver þú ert
    Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
    Nei

    Æ, leitt að heyra.

    Hvað er að?
    Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
    Láttu vita hver þú ert.
    Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.