Starfsmannalisti á stofnana- og sérvefjum
Einingin Starfsmanna listi er notuð til að búa til starfsmannalista. Nöfn og upplýsingar um starfsmenn eru sóttar úr Kviku, starfsmannaskrá HÍ, með einfaldri skipun.
Upplýsingar sem birtast í starfsmannalistum eru:
- Mynd
- Nafn (með tengli í starfsmannasíðu á vef HÍ)
- Símanúmer
- Netfang
- Sérsvið (á fræðmannalistum - Sjá neðar).
Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir listanum. Hún er ekki nauðsynleg nema þú viljir birta listann undir fellilista. (Plús-lista, Harmónikkulista). Sjá neðar.
Í valmyndinni Gerð velurðu hvers konar lista þú vilt birta. Hægt er að velja úr fjórum tegundum af listum, á íslensku eða ensku. Þannig að samtals eru átta möguleikar í boði:
- Starfsmannalisti
- Fræðimannalisti
- Starfsmannalisti miðað við tag
- Einstaklingalisti
Í reitinn Fyrirspurn skrifar þú skipunina. Inn í þennan reit komast 2048 tákn/stafabil! Nánari upplýsingar og dæmi um skipanir eru hér fyrir neðan.
Fyrir neðan Fyrirspurnarreitinn er valmyndin Display Staff. Þar velur þú hvort listinn birtist í töflu (Table) eða undir fellilista (Accordion).