Skrifað fyrir vefinn

Texti á vef og prentaður texti er ekki alveg það sama. Þessar leiðbeiningar eiga ekki bara við um Drupal-vefi, heldur á öllum vefjum, sama hvaða vefumsjónarkerfi er notað.

  • Hvaða tilgang hefur efnið og hverjum á það að þjóna?
  • Hver á að lesa það? (markhópur)
  • Hvað þurfa þau sem lesa að vita?
  • Hvað eiga þau að gera?
  • Hvert eiga þau að fara eftir notkun? (Í samhengi við hvað er þetta efni?)
  • Ekki reyna að koma öllu efni að.
  • Efnið verður aðgengilegra ef það er sniðið að þörfum notanda.
  • Sé texti tekinn úr prentmáli ætti alltaf að endurskrifa hann fyrir vef.
  • Er efnið til annars staðar?
    • Ef já, tengdu þá yfir á efnið frekar en að endurtaka það.

  • Fólk les ekki endilega frá orði til orðs. Texti þarf því að vera stuttur og skannanlegur.
  • Forðastu málalengingar.
  • Oft má skera texta niður um helming án þess að merkingin tapist.
    • „Ég hefði viljað skrifa þér styttra bréf, en hafði ekki tíma til þess“.
  • Forðastu blaður og óþarfa leiðbeiningar. (Dæmi: „Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um hvernig á að sækja um styrki.“)
  • Meginreglan er að aðalatriði og niðurstaða séu fremst. Komdu þér beint að efninu. Nánari útskýringar og ítarefni koma síðar.
  • Gerðu ráð fyrir að væntanlegir lesendur viti ekkert um efnið.
  • Ef það þurfa að vera leiðbeiningar á vefnum um hvernig á að nota hann er eitthvað að honum.
  • Ekki láta mig hugsa.

  • Efnisgreinar ættu að vera fleiri og styttri frekar en færri og lengri.
  • Ekkert mælir á móti því að efnisgrein sé bara ein setning.
  • 200-300 orð er of langt fyrir eina efnisgrein.
  • Notaðu millifyrirsagnir til að brjóta upp langan texta. Meira um fyrirsagnir neðar á síðunni.
  • Langan texta má líka setja í fellilista (harmónikkulista, collapse-lista).
  • Notaðu punktalista til að telja upp atriði.
  • Tölulista til að gefa leiðbeiningar.
  • Feitletrun til að draga fram aðalatriði textans. (Samt ekki ofnota).
  • Ekki undirstrikaðan texta, nema í tenglum.
  • Spara skáletrun, og helst ekki nota.

  • Skrifaðu eins og manneskja, ekki eins og stofnun.
  • Skrifaðu fyrir fólk. Notaðu orð sem fólk úti í bæ notar. Ekki nota of stofnanalegt málfar.
  • Stuttar setningar. Helst ekki lengri en 15-20 orð.
  • Notaðu punkt og byrjaðu á nýrri setningu frekar en að skrifa „og“.
  • Textinn ætti helst að vera svo einfaldur að sex ára krakki geti skilið hann.
  • Enginn hefur kvartað yfir því að texti á vefnum sé of einfaldur.
  • Þetta eykur aðgengi fatlaðra notenda. Lesblindir og sjónskertir njóta líka góðs af því. Aðgengi fyrir fatlaða er aðgengi fyrir alla!
  • Meira: Að skrifa auðlesinn texta.

Gott er að lesa textann upphátt áður en þú birtir hann, til að minnka líkur á villum.

Nokkur tæki og tól með leiðbeiningum um stafsetningu og yfirlestur:

Ekki nota feitletraðan texta sem fyrirsagnir, heldur skilgreindar fyrirsagnir í textaritlinum. (H2, H3 o.s.frv.)

Fyrirsagnir verða að vera í réttri virðingarröð. H3 má ekki koma á undan H2. Það má hugsa uppsetninguna eins og kaflaskiptingu í ritgerðum:

  • Kafli 1 (H2) – (H1 er frátekið fyrir aðalfyrirsögn síðunnar. Þess vegna er byrjað á H2).
    • Kafli 1.1 (H3)
    • Kafli 1.2 (H3)
    • Kafli 1.3 (H3)
  • Kafli 2 (H2)
    • Kafli 2.1 (H3)
    • Kafli 2.2 (H3)
  • Kafli 3 (H2)
  • Og svo framvegis.

Heiti á tenglum þurfa að lýsa því sem er á bakvið þá. Dæmi:

Ekki setja vefslóðir inn í textann. Notaðu alltaf tengla til að vísa í annað efni. Dæmi:

Lýsandi heiti á tenglum hjálpa blindum, sjónskertum og fötluðu fólki að lesa vefinn. Þau hjálpa leitarvélum líka að finna efnið okkar.

Myndir á vefnum þurfa að innihalda Alt-texta (Alternative-texta). Alt-texti er stuttur texti sem lýsir því sem er á myndinni. Hann er ekki hafður sýnilegur, heldur er hann hluti af forritunarkóðanum.

Þessi texti auðveldar m.a. blindum og sjónskertum að skoða vefinn. Hann hjálpar líka leitarvélum að finna myndirnar.

Myndir ættu ekki að innihalda lesefni. Ef það verður ekki komist hjá því þarf alt-texti að fylgja með.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.