Upplýsingabox (Info-box) eru ætluð fyrir mynd og stuttan texta fyrir neðan hana. Þau má einnig nota sem tengla yfir í aðrar síður, hvort sem er innan vefsins eða á utanaðkomandi síður.

Einnig má nota eininguna Page reference til að búa til tengla í síður innan vefsins.

Til að birta sambærileg box á aðalvefjum HÍ er notuð einingin Custom box.

Boxin geta verið eitt til fjögur í hverri röð. Ef þau eru fleiri en fjöldinn sem valinn er í stillingunni Útlit bætast við fleiri raðir.

Byrjað er á að setja upp nýjan hóp (Info box collection-einingin). Inni í hverjum hópi er svo hægt að hafa fjölda boxa sem þú vilt. Það er ekki hægt að draga boxin á milli hópa. Þau eru alltaf föst innan hvers hóps.

Þegar nýjum hóp er bætt við verður sjálfkrafa til eitt box í honum. Þar eru nokkur svæði til að fylla út:

Hér er valin mynd til að hafa í boxinu. En það er ekki nauðsynlegt.

Sjá nánar um myndir og myndanotkun

Reitur fyrir stuttan texta. Í mesta lagi 100 slög. Og ekki fleiri en ein efnisgrein.

Leyfileg lengd á texta getur þó verið mismunandi, t.d. eftir fjölda efnisgreina. En ef textinn sem þú skrifar í boxið birtist ekki allur er eina ráðið að stytta hann.

Hér er ekki hægt að hafa tengil. Ef það er gert birtist textinn ekki í boxinu. Tengillinn verður að vera í hlutanum fyrir neðan.

Ef þú vilt nota boxið sem tengil setur þú vefslóðina hingað:

  • Vefslóð: Slóð síðunnar sem þú vilt tengja í. Getur verið síða innan eða utan vefsins.
  • Link text: Heiti tengilsins. Það birtist ekki á vefnum. Þetta er vegna aðgengismála, til að gera m.a. blindum og sjónskertum auðveldara að nota vefinn.

Sjá nánar um tengla.

Eftir að upplýsingaboxin hafa verið stofnuð er hægt að nota drag-n-drop-möguleikann til að draga þau upp og niður með músinni.

Það er hægt að breyta röðinni á þeim innan hópsins (Info box collection) en ekki hægt að færa þau á milli hópa.

Það gefur betri yfirsýn ef smellt er á hnappinn Collapse all áður en röðinni á boxunum er breytt.

Til að bæta við nýju boxi í hópinn smellir þú á hnappinn Bæta við Info box.

Sýnishorn af upplýsingaboxum

Edda, spegluð í tjörninni

Til að hafa í huga þegar skrifað er fyrir vefinn.

Inni í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Myrkur úti

Kynntu þér fyrstu skrefin í Drupal

Gluggar á Tæknigarði

Praktísk atriði í upphafi, áður en þú byrjar að nota Drupal.

Horft upp hringstigann á Hótel Sögu

Ef þú vilt hafa samband við vefstjóra HÍ

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila