Einingin Video text birtir myndband með textaboxi hægra eða vinstra megin.

Sjálfgefin stilling er að myndbandið birtist vinstra megin og textaboxið hægra megin. Til að víxla þessu merkirðu við reitinn Invert, efst í stillingum á einingunni.

Til að bæta myndbandi við eininguna smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni og finnur myndandið sem þú vilt birta.

Myndbandið verður að vera til í margmiðlunarsafni vefsins áður en hægt er að setja það á síðuna. Sjá leiðbeiningar um hvernig myndbandi er hlaðið upp á vefinn.

Fyrirsögn

Í reitinn Titill (Title) kemur fyrirsögn yfir textanum. Fyrirsögnin birtist inni í textaboxinu.

Það er líka hægt að hafa yfir- og/eða undirfyrirsagnir. Þær eru skrifaðar í reitina Pre header og Sub header.

Texti

Í textaboxið fyrir neðan kemur textinn sem á að birtast til hliðar við myndina. Athugaðu að hafa hann ekki mjög langan, annars er hætt við því að hann fari niður fyrir boxið.

Hnappur

Það er hægt að hafa einn hnapp inni í hverju textaboxi.

Ef þú vilt hafa hnapp í boxinu seturðu slóðina í reitinn Vefslóð og skrifar heitið á tenglinum í reitinn Link text.

Útlitið á hnappinum er stillt í valmyndinni Link style. (Sjá mismunandi útlit á hnöppum).

Undir stillingunum Attributes velur þú hvort tengillinn opnast í sama glugga (Same window (_self)) eða nýjum glugga (New window (_blank)).

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila