Fókusbox á stofnana- og sérvefjum

Fókusboxin virka líkt og mynd með textaboxi, nema hér er hægt að stafla myndunum ofan á hverja aðra, án þess að hafa bil á milli þeirra. Hægt er að breyta röð fókusboxa með því að draga þau upp og niður með músinni. (Drag-n-drop-möguleikinn).

Textaboxin með myndunum eru einungis ætluð fyrir stuttan texta. Passaðu að hafa hann ekki of langan – annars gæti hann farið niður fyrir myndina.

Sjálfgefin stilling er að myndin birtist hægra megin við textaboxið. Til að breyta því verður að haka við reitinn Invert.

Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir textanum.

Í reitinn Text kemur textinn sem á að vera til hliðar við myndina.

Til að bæta mynd við boxið smellir þú á tengilinn IMAGE, þá á hnappinn Select entities og finnur myndina sem þú vilt bæta við. Þú tvísmellir á myndina sem þú vilt birta.

Image
Media - Select entities

Sjá nánar um myndir og myndanotkun.

Fókusboxin geta verið í þremur útlitsstillingum:

  • None: Hvítt pláss allt í kring um boxið.
  • Dark: Ljósgrár bakgrunnur utan um boxið. Fyrirsögnin efst er blá.
  • Light: Ljósgrár rammi í kringum boxið. Hvítur bakgrunnur.

Dæmi um fókusbox

Efra box

Þetta er dæmi um hvernig fókusbox lítur út. Þetta safn er í Dark-stillingunni. Í þessu boxi er pláss fyrir stuttan texta. Hann ætti ekki að vera lengri en svo að hann komist fyrir í boxið. Ef hann er svo langur að hann fer niður fyrir myndina þarf annað hvort að stytta hann (sem er alltaf betra) eða færa hluta af hounum yfir í annað box eða textasvæði.

Image
Edda, spegluð í tjörninni

Annað box

Hér er annað box og önnur mynd. Hér er búið að víxla röðinni. Nú er myndin vinstra megin en textasvæðið hægra megin.

Boxunum má svo stafla ofan á hvert annað og endurraða eftir því sem þú vilt.

 Hér er hægt að hafa tengla, til dæmis hnappa:

Hvernig á að skrifa fyrir vefinn?

Lesa meira

Image
Læknagarður
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.