Fókusboxin virka líkt og mynd með textaboxi, nema hér er hægt að stafla myndunum ofan á hverja aðra, án þess að hafa bil á milli þeirra. Hægt er að breyta röð fókusboxa með því að draga þau upp og niður með músinni. (Drag-n-drop-möguleikinn).
Textaboxin með myndunum eru einungis ætluð fyrir stuttan texta. Passaðu að hafa hann ekki of langan – annars gæti hann farið niður fyrir myndina. Ef textinn er svo langur að hann fer niður fyrir myndina þarf annað hvort að stytta hann (sem er alltaf betra) eða færa hluta af hounum yfir í annað box eða textasvæði.
Sjálfgefin stilling er að myndin birtist vinstra megin við textaboxið. Til að hafa hana hægra megin þarf að merkja við reitinn Invert.
Í reitinn Pre header kemur yfirfyrirsögn, ef þess þarf. Það er þó ekki nauðsynlegt.
Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir textanum.
Í reitinn Text kemur textinn sem á að vera til hliðar við myndina.
Til að bæta mynd við boxið smellir þú á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni og finnur og velur myndina sem þú vilt bæta við.
Sjá nánar um myndir og myndanotkun.