Til að breyta síðu þarftu að vera í bakhlutanum (Edit-hlutanum) á henni. Það eru nokkrar leiðir til að komast inn í bakhlutann.
Stysta leiðin er sú að vera á síðunni sem þú ætlar að breyta og smella á blýantstáknið efst í vinstra horni. (Það heitir ýmist Current page eða Local tasks).
Það er líka hægt að fara með músina yfir sama tákn og smella á tengilinn Edit í valmyndinni sem birtist.
Leit í efnisyfirliti
Það er líka hægt að smella á Content í vinnustikunni. (Blaðatáknið)
- Þá geturðu notað leitarvélina og/eða síuna til að finna síðuna sem þú ætlar að breyta.
- Smelltu á Edit-hnappinn í sömu línu og viðkomandi síða:
Hætta við breytingar
Ef þú hefur vistað síðuna en vilt hætta við breytingarnar geturðu smellt á tengilinn Útgáfur (eða Revisions).
Hann er efst í bakhluta síðunnar, undir fyrirsögninni:
Eftir að smellt er á tengilinn birtist breytingasaga síðunnar.
Á listanum sjást:
- Dagsetning
- Notandanafn þess sem breytti síðunni
- Revert-hnappur.
Ef smellt er á dagsetninguna sést hvernig síðan leit út þann dag.
Til að fá eldri útgáfuna upp aftur smellirðu á Revert-hnappinn, í sömu línu og viðkomandi dagsetning.
Það er líka hægt að smella á píluna hjá hnapinum og velja möguleikann Delete. Þá eyðist viðkomandi útgáfa úr breytingasögu síðunnar.
Eftir að smellt er á hnappinn birtist staðfestingarsíða. Þar þarftu að staðfesta að þú viljir örugglega klára aðgerðina.