Breyta síðu

Til að breyta síðu er einfaldast að vera á síðunni sem þú ætlar að breyta.

Aðferðirnar við að komast inn á vinnsluhluta (edit-hluta) síðunnar eru mismunandi eftir því hvort unnið er á aðalvefjum eða stofnana- og sérvefjum:

  1. Smelltu á Current page í vinnustikunni.

Eða

  1. Veldu Current page → Edit.

  1. Smelltu á Edit neðst á síðunni:

Edit, breyta síðu

Það er líka hægt að smella á Content í vinnustikunni.

  1. Þar geturðu notað leitarvélina og/eða síuna til að finna síðuna sem þú ætlar að breyta.
  2. Smelltu á Edit-hnappinn við viðkomandi síðu:

Ef þú hefur vistað síðuna en vilt hætta við breytingarnar geturðu smellt á tengilinn Útgáfur (eða Revisions).

Á aðalvefjum er hann efst á síðunni, í breytingahlutanum (edit-hlutanum) á síðunni.

Á stofnana- og sérvefjum er hann neðst á síðunni, þegar þú ert skráð-/ur inn í Drupal.

Eftir að smellt er á tengilinn birtist breytingasaga síðunnar, með allt að 20 nýjustu útgáfur af síðunni:

Breytingasagan

Á listanum sjást:

  • Dagsetning
  • Notandanafn þess sem breytti síðunni
  • Revert-hnappur.

Ef smellt er á dagsetninguna sést hvernig síðan leit út þann dag.

Til að fá eldri útgáfuna upp aftur smellirðu á Revert-hnappinn, í sömu línu og viðkomandi dagsetning.

Eftir að smellt er á hnappinn birtist staðfestingarsíða. Þar þarftu að staðfesta að þú viljir örugglega fá eldri útgáfuna aftur.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.