Tungumálanotkun

Meginreglan um tungumál á vefjum HÍ er að hver þeirra sé bara á einu tungumáli.

Í viðburðadagatali er meginregla á hi.is að viðburðir séu á íslensku en leyfilegt er að hafa lýsingu viðburðar á ensku að gefnum tveimur skilyrðum:

  1. Titill viðburðar sé á íslensku
  2. Boðið sé upp á stuttan útdrátt á íslensku (að lágmarki ein setning) efst í meginmáli viðburðar.

Á english.hi.is á allur texti viðburðar að vera á ensku.

Sjá nánar: Reglur um viðburðaskráningu.

Stofnana- og sérvefir

Margar stofnanir innan Háskólans eiga vef á íslensku, en vilja líka birta upplýsingar um sig á ensku.

Ef enska efnið inniheldur aðeins grunnupplýsingar, s.s. stuttan texta um stofnunina, stjórn, starfsfólk og tengiliðaupplýsingar, er leyfilegt að hafa það á íslenska vefnum.

Ef enska efnið er meira en svo að það komist fyrir á þremur til fjórum síðum á íslenska vefnum ætti að hafa tvo aðskilda vefi, einn á íslensku og annan á ensku. Dæmi um stofnanir sem fara þessa leið:

Félagsvísindastofnun

Heilbrigðisvísindastofnun

Jarðvísindastofnun

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.