Slæðusýningar á stofnana- og sérvefjum

Slideshow-einingin er í boði í haus- (header)-hlutanum á forsíðu og á venjulegum síðum. Með henni getum við birt eina eða fleiri myndir efst í síðuhausnum.

Ef myndirnar eru tvær eða fleiri er möguleiki á að láta flettast sjálfkrafa á milli þeirra á nokkurra sekúndna fresti. Myndirnar má nota sem tengla yfir í aðrar síður.

Til að bæta við mynd í slæðuna smellir þú á tengilinn IMAGE og svo á hnappinn Select entities. Þá opnast sprettigluggi þar sem þú finnur myndina. Sjá nánar um myndir og myndanotkun.

Í reitinn Text kemur fyrirsögn (Heading) og texti yfir myndina. Textinn birtist neðarlega í vinstra horni myndarinnar. Ekki hafa textann langan. Í mesta lagi eina til tvær setningar.

Ef þú vilt að slæðan virki sem tengil setur þú slóð síðunnar í reitinn Vefslóð. Heiti tengilsins kemur í reitinn Link text. Sjá nánar um meðferð tengla.

Til að bæta annarri slæðu við sýninguna smellir þú á hnappinn Bæta við Slide.

Til að eyða slæðu úr sýningunni smellir þú á hnappinn Fjarlægja, efst við viðkomandi slæðu.

Stærð á slæðusýningunni riðlast ef hliðardálkur er notaður á síðunni. Á forsíðunni er dæmi um slæðusýningu.

    Undir Vefslóðarreitunum eru stillingar fyrir lit á texta á hverri slæðu.

    Ef merkt er við Gradient overlay birtist dökk slikja yfir neðri hluta myndarinnar.

    Í valmyndinni Text color er valið hvort textinn á myndinni er svartur (Dark) eða hvítur (Light).

    Neðst í slæðusýningunni eru stillingar á því hvort og þá hvernig flettist á milli myndanna:

    • Dots: Sýnir punkta neðst í miðjunni á myndinni. Punktarnir eru jafn margir og myndirnar í sýningunni. Sú sem birtist hverju sinni er táknuð með rauðum punkti.
    • Arrows: Sýnir örvar sem birtast fyrir neðan myndina. Hægt er að smella á þær til að fletta í gegnum myndirnar
    • Autoplay: Ef hakað er við þetta box spilast myndasýningin sjálfkrafa. Annars þarf fólk að fletta sjálft í gegnum sýninguna með músinni.
    • Autoplay speed: Hér velur þú tíma sem líður á milli mynda. Sýningin stöðvast alltaf þegar músarbendillinn er settur yfir myndina.
      • Ekkert: U.þ.b. hálf sekúnda á milli flettinga.
      • Slow: Fjórar sekúndur
      • Medium: Tvær sekúndur
      • Fast: 1 sekúnda.
    • Effect: Hér velur þú hvernig skiptingin á myndunum verður:
      • Slide: Flettist á milli myndanna. Mynd kemur inn frá hægri til vinstri.
      • Fade: Myndir dofna og birtast til skiptist.
      • Ef ekkert er valið er Slide-möguleikinn virkur.
    Var efnið hjálplegt?

    Gott að heyra.

    Láttu vita hver þú ert
    Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
    Nei

    Æ, leitt að heyra.

    Hvað er að?
    Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
    Láttu vita hver þú ert.
    Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.