Forsíðan er andlit vefsins. Ekki er gott að hafa mikið lesefni á henni. Hún á frekar að gefa vísbendingu um hvers konar vefur þetta er og hvað hann inniheldur. Notendur lesa yfirleitt ekki texta á forsíðunni. Fólk kemur líka æ sjaldnar inn á vefi frá forsíðunni, heldur í gegnum aðra vefi, s.s. samfélagsmiðla og leitarvélar.

Það á bara að vera ein forsíða sýnileg á hverjum vef. Ef ætlunin er að hafa milliforsíður á vefnum á að nota venjulegar síður.

Aðeins notendur með stjórnendaaðgang geta búið til og breytt forsíðum.

Vefforritarar á Upplýsingatæknisviði þurfa svo að breyta stillingum, þannig að forsíðan birtist sem upphafssíða vefsins.

Á forsíðu mætti til dæmis mætti birta hausmynd eða slæðusýningu efst, fréttayfirlit, viðburðayfirlit eða stuttan texta, sem vísar áfram á frekara efni.

Uppsetning síðunnar

Í reitinn Title kemur nafn síðunnar eða vefsins.

Forsíða skiptist í tvo hluta: Haus (Header) og meginmál (Content). Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í breytingahluta (edit-hluta) síðunnar:

Efsti hlutinn af bakhluta forsíðu í Drupal

Í hausnum og meginmálinu er hægt að birta mismunandi efniseiningar:

Einingar í boði á forsíðuhausnum:

Tengt efni
Háskóli íslands, Oddi
Læknagarður
Gluggar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Árnagarður
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila