Forsíða á stofnana- og sérvefjum

Forsíðan er andlit vefsins. Ekki er gott að hafa mikið lesefni á henni. Hún á frekar að gefa vísbendingu um hvers konar vefur þetta er og hvað hann inniheldur. Notendur lesa yfirleitt ekki texta á forsíðunni. Fólk kemur líka æ sjaldnar inn á vefi frá forsíðunni, heldur í gegnum aðra vefi, s.s. samfélagsmiðla og leitarvélar.

Aðeins notendur með stjórnendaaðgang geta búið til og breytt forsíðum.

Vefforritarar á Upplýsingatæknisviði þurfa svo að breyta stillingum, þannig að forsíðan birtist sem upphafssíða vefsins.

Á forsíðu mætti til dæmis mætti birta hausmynd eða slæðusýningu efst, fréttayfirlit, viðburðayfirlit eða stuttan texta, sem vísar áfram á frekara efni.

Uppsetning síðunnar

Í reitinn Title kemur nafn síðunnar eða vefsins.

Forsíða skiptist í tvo hluta: Haus (Header) og meginmál (Content). Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í breytingahluta (edit-hluta) síðunnar:

Image
Breytingahluti forsíðu

Í hausnum og meginmálinu er hægt að birta mismunandi efniseiningar:

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.