Breyta lykilorði
Svona er farið að því að breyta lykilorðinu. Það er sérlega mikilvægt ef þú hefur fengið það sent með tölvupósti eða í gegnum Teams. Það er líka góð venja að breyta lykilorðinu reglulega:
Á stofnana- og sérvefjum
- Smelltu á notandanafnið þitt í vinnustikunni.
- Þar fyrir neðan smellir þú á Edit Profile. Þá birtist síða með notandaupplýsingunum þínum.
Á aðalvefjum:
- Farðu á notandasíðuna, þ.e. english.hi.is/user.
- Smelltu á Edit-hnappinn í vinnustikunni (blýantstáknið)
Lykilorði breytt
- Skrifaðu núverandi lykilorð í reitinn Current password.
- Nýtt lykilorð í reitina Lykilorð og Staðfesta lykilorð (eða Confirm password).
- Smellt á hnappinn Vista (eða Save) neðst á síðunni.
Reglur um lykilorð
Lykilorð í Drupal verða að uppfylla ákveðin skilyrði:
- A.m.k. sex stafir að lengd (sums staðar tólf stafir, en því lengra, því betra).
- Má ekki innihalda notandanafnið þitt.
- Innihalda a.m.k. einn tölustaf.
- A.m.k. eitt greinarmerki eða tákn, önnur en bók- eða tölustafi. T.d. punkt, kommu, upphrópunarmerki, dollaramerki o.s.frv.)
- Innihalda hástafi og lágstafi
- Sami stafur eða tákn má ekki koma fyrir tvisvar sinnum í röð.
Ef þér dettur ekkert lykilorð í hug
- Farðu í lykilorðaleikinn
- Eða búðu til handahófsvalið lykilorð