Starfsmannalistar eru búnir til með sérstökum efniseiningum:

Birting á starfsmannalistum fer eftir því á hvaða deild/sviði/starfseiningu viðkomandi starfsmaður er skráður. Líka eftir því hvaða leitarorð/sérsvið starfsmenn ákveða að nota í Uglunni. (Sjá leiðbeiningar um fræðimannalista neðar á síðunni).

Skilyrði er að viðkomandi starfsmaður eða starfstitill sé til í starfsmannakerfinu. Hægt er að komast að því með leit í starfsmannaleitinni:

Stundum detta starfsmenn út af listanum, t.d. vegna veikinda, eftir langt frí eða vegna flutnings í starfi innan HÍ. Ef grunur leikur á að starfsmaður sé vitlaust skráður eða ekki skráður í starfsmannakerfið þarf að hafa samband við Mannauðssvið og/eða Kjara- og launadeild. Oft líða nokkrir dagar frá því að starfsmaður hefur störf hjá HÍ þar til viðkomandi birtist í símaskránni.

Stundum birtist orðið FIXME í símaskránni. Það er vegna þess að starfsheiti eða heiti starfseininga hafa ekki verið þýdd á ensku. Ef þú tekur eftir slíkum tilfellum er best að hafa samband við Bryndísi Jóhannsdóttur, bryndjo@hi.is.

Nafn starfsmanns kemur í Fyrirspurnarreitinn. Dæmi:

Jón Atli Benediktsson

Til að alnafnar/alnöfnur birtist ekki saman á lista yfir einn stakan starfsmann eru settar gæsalappir utan um nafnið, plús (+) þar á eftir og að lokum starfseining eða starfstitill viðkomandi, ekki innan gæsalappa. Dæmi:

  • "Ásdís Guðmundsdóttir"+Hugvísindasvið
    Notað í starfsmannalista á íslensku
  • "Halldór Jónsson"+Prófessor
    Notað í starfsmannalista á íslensku
  • "Ásdís Guðmundsdóttir"+School of humanities
    Notað í starfsmannalista á ensku

Nafn starfseiningar kemur í reitinn. Dæmi:

  • Félagsvísindasvið
    Birtir alla starfsmenn Félagsvísindasviðs
  • Íslensku- og menningardeild
    Birtir alla starfsmenn Íslensku- og menningardeildar
  • Faculty of Electrical and computer engineering
    Birtir alla starfsmenn Rafmagns- og tölvuverkfræðideildar í lista á ensku.

Til að birta hópa með ákveðið starfsheiti í sömu starfseiningu er fyrst skrifuð starfseining, plús-merki (+) þar á eftir og loks starfsheitið sem á að birta. Hér er bara hægt að birta einn hóp í einu. Dæmi:

  • menntavísindasvið+prófessor
    Birtir alla prófessora á Menntavísindasviði
  • sálfræðideild+lektor
    Birtir alla lektora í Sálfræðideild
  • School of social sciences+Project manager
    Birtir alla verkefnisstjóra á Félagsvísindasviði, í lista á ensku

Til að hópar starfsmanna birtist ekki á listanum er fyrst sett inn starfseining, með plús-merki (+) fyrir aftan. Þar á eftir eru starfsheitin talin upp með plús-merkjum á milli, innan upphrópunarmerkja (!)

Þessi aðferð útilokar bara starfsheiti af listanum. Ekki er hægt að útiloka einstök nöfn af honum. Dæmi:

  • hugvísindasvið+!verkefnisstjóri!
    birtir alla starfsmenn Hugvísindasviðs nema verkefnisstjóra.
  • Jarðvísindadeild+!prófessor+dósent!
    birtir alla starfsmenn Jarðvísindadeildar nema prófessora og dósenta.
  • School of Education+!Project Manager+Librarian+Doctoral Graduate Student!
    Birtir alla starfsmenn Menntavísindasviðs nema verkefnisstjóra, bókasafnsfræðinga og doktorsnema, í lista á ensku.

Til að útiloka fleiri starfsheiti af listanum er þeim bætt við innan upphrópunarmerkjanna með plús (+) á milli.

Til að birta fleiri en einn hóp af starfsheitum innan sömu einingar er fyrst sett inn starfseining með plús-merki (+) fyrir aftan. Þar á eftir eru starfsheitin talin upp með plús-merkjum á milli, innan kassamerkja (krossmerkja/númeramerkja/hashtag-merkja) (#). Þetta hentar vel ef útilokunaraðferðin hér fyrir ofan er of löng. Dæmi:

  • félagsvísindasvið+#prófessor+lektor#
    Birtir lista yfir prófessora og lektora á félagsvísindasviði.
  • Vísinda- og nýsköpunarsvið+#deildarstjóri+lögfræðingur+skrifstofustjóri#
    Birtir lista yfir deildarstjóra, lögfræðinga og skrifstofustjóra á Vísinda- og nýsköpunarsviði.
  • School of Engineering and natural sciences+#professor+Project manager+Specialist#
    Birtir lista yfir prófessora, verkefnisstjóra og sérfræðinga á Verkfræði- og náttúruvísindasviði, í lista á ensku.

Til að bæta fleiri starfsheitum við listann er þeim bætt við innan #-merkjanna, með plúsmerki (+) á milli.

Til að birta fræðimannalista er heiti starfseiningar skrifað í Fyrirspurnarreitinn. T.d. heiti fræðasviðs eða deildar. Einnig er hægt að skrifa heiti sviðs undir sameiginlegri stjórnsýslu. Hér virkar ekki að nota útilokunar- eða viðbótaraðferðirnar sem lýst er hér fyrir ofan.

Þá birtist listi yfir starfsmenn tiltekinnar starfseiningar ásamt mynd og lista yfir sérsvið þeirra.

Það er undir starfsmönnum sjálfum komið að þau birtist rétt í þessum lista.

Sérsviðin eru tilgreind í Uglunni, í hlutanum Um mig.

Þegar þangað er komið er smellt á hnappinn Ferilskrá. Þar undir er flipinn Sérsvið. Þar er hægt að bæta við, breyta eða eyða sérsviðum. Nánari leiðbeiningar eru í Uglunni.

Hjá starfsmönnum sem hafa skráð fleiri en fimm sérsvið birtast þau fimm efstu. Þau sem hafa ekki skráð neitt sérsvið birtast ekki á svona listum.

Sjá nánar: Leiðbeiningar um skráningu sérsviða (aðgangsstýrð síða á Uglu).

Þessi listi birtir starfsmenn eftir sérsviðum.

Eins og í fræðimannalistanum er það undir starfsmönnum sjálfum komið að þeir birtist rétt á þessum lista. Unnið er með sérsviðin í Uglunni, í hlutanum Um mig. (Sjá leiðbeiningar um fræðimannalista fyrir ofan).

Í fræðimannaleitinni á hi.is og á enska vefnum er hægt að leita að efnisorðum. Hægt er að setja þessi sömu efnisorð í Fyrirspurnarreitinn. Hér virkar þó aðeins að nota heil orð, ekki orðhluta. Dæmi:

  • Jafnréttismál
    Birtir lista yfir starfsmenn með leitarorðið jafnréttismál.
  • Linguistics
    Birtir lista yfir starfsmenn með leitarorðið linguistics, á ensku.

Til að birta fleiri en einn einstakan starfsmann er þessi listi notaður.

Hér skrifum við HÍ-netföng starfsmanna sem eiga að birtast á listanum, með plús-merki (+) á milli.

Starfsmenn birtast þá í stafrófsröð eftir nöfnum, sama í hvaða röð netföngin eru sett inn. Dæmi:

  • benedikt@hi.is+steinuge@hi.is+ingigun@hi.is
    Birtir lista yfir Ingibjörgu Gunnarsdóttur, Jón Atla Benediktsson og Steinunni Gestsdóttur.

Þessi listi er ætlaður til notkunar á rannsóknasíðum. Hann er bara í boði á aðalvefjum HÍ. Hann virkar eins og einstaklingalisti (sjá fyrir ofan).

Dæmi um starfsmannalista

Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um starfsmannalista.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Share