Notendahlutverk
Notendahlutverk og aðgangsstillingar eru mismunandi á Drupal vefjum Háskóla Íslands.
Vinna við nýja aðalvefi HÍ (english.hi.is og hi.is) er í fullum gangi. Það er ekki enn búið að skilgreina notendahlutverk og aðgangsstillingar fyrir þá.
Á stofnana- og sérvefjum eru þrenns konar notendastillingar:
Vefritarar
Vefritarar geta framkvæmt allar helstu aðgerðir sem eru í boði. Þetta hlutverk nægir flestum sem vinna á vefnum.
Stjórnendur
Stjórnendur hafa meiri réttindi. Notendur með þessa aðgangsheimild geta gert ýmislegt sem á ekki að þurfa að gera dags- daglega á vefnum. Til dæmis:
- Búa til og breyta forsiðu
- Setja upp vefform
- Stilla síðum upp í leiðakerfi
- Breyta upplýsingum í fæti vefsins
- og fleira.
Gert er ráð fyrir því að færri séu með stjórnendaaðgang.
Kerfisstjórar
Þessi aðgangur er aðeins fyrir forritara og tæknimenn.