Myndband á forsíðu stofnana- og sérvefja
Einingin Frontpage video er einungis í boði á hausnum á forsíðu á stofnana- og sérvefjum. Í henni er pláss fyrir stutt myndband. Einingin spilar myndbandið í sífellu, án hljóðs.
Myndbandið þarf að vera til á vefnum áður en þessi eining er notuð.
Myndbandi hlaðið upp
Til að hlaða upp myndbandi á vefinn er þetta aðferðin:
- Veldu Content (eða Innihald) → Media (eða Margmiðlunarefni) → Bæta við margmiðlunarefni.
- Veldu Video.
- Á síðunni sem þá birtist skrifar þú nafn myndbandsdins í reitinn Nafn.
- Smelltu á hnappinn Choose file og finndu myndbandið í tölvunni hjá þér.
Myndbandið verður að vera á MP4-formi og má ekki vera stærra en 128 MB. - Smelltu á vista.
Þá er myndbandið komið í miðlunarsafnið á vefnum.
Myndbandi bætt við forsíðu
Í haushluta (header-hluta) forsíðu bætir þú efniseiningunni við (Add Paragraph → Frontpage video).
Skrifaðu nafn myndbandsins í reitinn Nota margmiðlunarefni sem til er fyrir.
Myndbandið er þá tilbúið til birtingar.