Myndband á forsíðu stofnana- og sérvefja

Einingin Frontpage video er einungis í boði á hausnum á forsíðu á stofnana- og sérvefjum. Í henni er pláss fyrir stutt myndband. Einingin spilar myndbandið í sífellu, án hljóðs.

Myndbandið þarf að vera til á vefnum áður en þessi eining er notuð.

Myndbandi hlaðið upp

Til að hlaða upp myndbandi á vefinn er þetta aðferðin:

  1. Veldu Content (eða Innihald) → Media (eða Margmiðlunarefni) → Bæta við margmiðlunarefni.
  2. Veldu Video.
  3. Á síðunni sem þá birtist skrifar þú nafn myndbandsdins í reitinn Nafn.
  4. Smelltu á hnappinn Choose file og finndu myndbandið í tölvunni hjá þér.
    Myndbandið verður að vera á MP4-formi og má ekki vera stærra en 128 MB.
  5. Smelltu á vista.

Þá er myndbandið komið í miðlunarsafnið á vefnum.

Myndbandi bætt við forsíðu

Í haushluta (header-hluta) forsíðu bætir þú efniseiningunni við (Add Paragraph → Frontpage video).

Skrifaðu nafn myndbandsins í reitinn Nota margmiðlunarefni sem til er fyrir.

Myndbandið er þá tilbúið til birtingar.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.