Tungumálanotkun
Meginreglan um tungumál á vefjum HÍ er að hver þeirra sé bara á einu tungumáli.
- Íslenski vefurinn, hi.is er fyrir efni á íslensku
- Enski vefurinn, english.hi.is er fyrir efni á ensku.
Í viðburðadagatali er meginregla á hi.is að viðburðir séu á íslensku en leyfilegt er að hafa lýsingu viðburðar á ensku að gefnum tveimur skilyrðum:
- Titill viðburðar sé á íslensku
- Boðið sé upp á stuttan útdrátt á íslensku (að lágmarki ein setning) efst í meginmáli viðburðar.
Á english.hi.is á allur texti viðburðar að vera á ensku.
Sjá nánar: Reglur um viðburðaskráningu.
Stofnana- og sérvefir
Margar stofnanir innan Háskólans eiga vef á íslensku, en vilja líka birta upplýsingar um sig á ensku.
Ef enska efnið inniheldur aðeins grunnupplýsingar, s.s. stuttan texta um stofnunina, stjórn, starfsfólk og tengiliðaupplýsingar, er leyfilegt að hafa það á íslenska vefnum.
Ef enska efnið er meira en svo að það komist fyrir á þremur til fjórum síðum á íslenska vefnum ætti að hafa tvo aðskilda vefi, einn á íslensku og annan á ensku. Dæmi um stofnanir sem fara þessa leið:
Félagsvísindastofnun
Heilbrigðisvísindastofnun
Jarðvísindastofnun
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur