Það er hægt að fela síður í Drupal, t.d. ef þær eru ekki tilbúnar til birtingar eða ef upplýsingar á þeim eru úreltar.

Ef þú ætlar að fela síðu sem er nú þegar birt er mikilvægt að athuga fyrst hvort búið sé að fjarlægja alla tengla í hana. Annars skilar það sér í brotnum tenglum.

Faldar síður eru lokaðar öðrum en þeim sem eru skráð inn í Drupal.

Til að fela síðu ferð þú í bakhlutann á henni.

Efst á síðunni er valmöguleikinn Published (eða Publish):

Birta eða afbirta síðu í Drupal
  1. Afmerktu við möguleikann, þannig að reiturinn verði grár.
  2. Vistaðu síðuna.

Þegar síða er falin verður hún fölbleik á litinn.

Til að birta síðuna ferðu sömu leið, merkir við sama reit, þannig að hann verði grænn.

Fela eða birta efniseiningar

Það er líka hægt að fela og birta stakar efniseiningar og hluta á síðunni. Það er því ekki endilega nauðsynlegt að fela alla síðuna.

Sjá umfjöllun um efniseiningar.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Share