Texti á vef og prentaður texti er ekki alveg það sama. Þessar leiðbeiningar eiga ekki bara við um Drupal-vefi, heldur á öllum vefjum, sama hvaða vefumsjónarkerfi er notað.
Á vef Hönnunarstaðals HÍ eru líka leiðbeiningar um hvernig á að skrifa á vefinn.
Svaraðu eða veltu fyrir þér þessum spurningum:
- Hafa notendur/lesendur kallað eftir efninu?
- Hvaða tilgang hefur efnið og hverjum á það að þjóna?
- Hver á að lesa það? (markhópur)
- Hvað þurfa þau sem lesa að vita?
- Hvað eiga þau að gera?
- Hvert eiga þau að fara eftir notkun? (Í samhengi við hvað er þetta efni?)
- Hvers konar efni er þetta?
- Upplýsingar fyrir almenning? (Líklega fyrir ytri vef – hi.is og/eða english.hi.is eða stofnana-/sérvefi)
- Upplýsingar fyrir nemendur og/eða starfsfólk? (Best geymdar á Uglu/innri vef)
- Leiðbeiningar fyrir nemendur og/eða starfsfólk, við að leysa mál upp á eigin spýtur? (Henta fyrir Þjónustumiðjuna)
Til að hugsa um í upphafi:
- Ekki reyna að koma öllu efni að.
- Efnið verður aðgengilegra ef það er sniðið að þörfum notanda.
- Sé texti tekinn úr prentmáli þarf alltaf að endurskrifa hann fyrir vef.
- Er efnið til annars staðar?
- Ef já, tengdu þá yfir á efnið frekar en að endurtaka það.
Þegar texti er skrifaður fyrir vef þarf að taka tillit til þess hvernig fólk les á vefnum.
Ef texti er tekinn úr prentefni þarf að endurskrifa hann fyrir vefinn.
Ýmislegt hjálpar til við að gera textann auðveldari og þægilegri aflestrar á vefnum.
Sjá leiðbeiningar um stuttan texta á vef hönnunarstaðals HÍ.
Einfaldur texti eykur aðgengi notenda. Enginn hefur kvartað yfir því að texti á vefnum sé á of einföldu máli.
Á vef hönnunarstaðals HÍ eru nokkur atriði sem hjálpa til við að skrifa einfaldan texta.
Gott er að lesa textann upphátt áður en þú birtir hann, til að minnka líkur á villum.
Viðmið og reglur um stafsetningu á vefjum HÍ:
Nokkur tæki og tól með leiðbeiningum um stafsetningu og yfirlestur:
Fyrirsagnir hjálpa til við að gera texta þægilegri fyrir augað á tölvuskjá. En þær verður að nota rétt.
Rétt skilgreindar fyrirsagnir hjálpa leitarvélum og gervigreind að finna efnið okkar. Sjónskertir, blindir og lesblindir njóta líka góðs af þeim.
Tenglar eru það sem gerir vefinn að vef. En það skiptir máli hvernig þeir eru notaðir.
Á sumum síðum hentar líka að nota hnappa („Call-to-action“-hnappa) til að tengja í efnið og vekja athygli á því.
Myndir á vefnum þurfa að innihalda Alt-texta (Alternative-texta). Alt-texti er stuttur texti sem lýsir því sem er á myndinni. Hann er ekki hafður sýnilegur, heldur er hann hluti af forritunarkóðanum.
Þessi texti auðveldar m.a. blindum og sjónskertum að skoða vefinn. Hann hjálpar líka leitarvélum að finna myndirnar.
Myndir ættu ekki að innihalda lesefni. Ef það verður ekki komist hjá því þarf alt-texti að fylgja með.