Þegar ný síða hefur verið stofnuð er hægt að bæta efniseiningum við hana. Til að bæta við nýrri einingu smellir þú á hnappinn Add section.
Á aðalvefjum HÍ eru nokkrar sameiginlegar stillingar á öllum efniseiningum:
Þema (Theme) stjórnar lit einingarinnar:
- None: Hvítur bakgrunnur
- Light: Ljósblár bakgrunnur
Top Spacing og Bottom Spacing: stjórna því hversu mikið bil eða autt pláss er fyrir ofan og neðan efniseininguna. Hér er um þrennt að velja:
- None: Lítið/ekkert bil
- Small: Miðlungsbil
- Large: Mikið bil
Width: Stjórnar breiddinni á efniseiningunni. Hér eru fjórar mismunandi stillingar í boði:
- Full screen
- Wide width (almennt á efni að vera í þessari breidd).
- Content width
- Text width
Þegar þú ert skráð(ur) inn í Drupal getur þú sett músina yfir efniseininguna sem þú vilt breyta. Það þarf því ekki alltaf að fara í bakhluta (edit-hluta) síðunnar sem þú vilt breyta.
Þegar músin er sett yfir eininguna birtast þessi tákn sem þú getur smellt á:
- Blýantstáknið. Opnar stillingar í glugga hægra megin á síðunni. Þar er hægt að breyta viðkomandi einingu eftir þörfum. Eða fjarlægja hana. Það þarf að muna að vista breytingarnar!
- Ör upp og niður. Færir eininguna upp eða niður um eitt sæti á síðunni.
- Plús-merkin: Birtast fyrir ofan og neðan hverja einingu. Með því að smella á þau er hægt að bæta nýrri einingu fyrir ofan eða neðan viðkomandi einingu.