Það er hægt að eyða síðum fyrir fullt og allt af Drupal-vefjum. Það á aðeins að gera ef þú ert alveg viss um að það þurfi aldrei aftur að nota síðuna.
Þegar búið er að eyða síðu er ekki hægt að fá hana upp aftur. Þess vegna er oft gott að byrja á því að fela síðuna. Þá er alltaf möguleiki á að birta hana aftur síðar.
Ef enginn kvartar yfir því að síðan sé horfin, til dæmis eftir að eitt ár er liðið frá því hún var falin, ætti að vera óhætt að eyða henni alveg.
Svona á að eyða síðu:
- Vertu á síðunni sem þú ætlar að eyða.
- Farðu í bakhlutann á henni.
- Smelltu á þrípunktinn efst á síðunni og veldu Delete:
Þá birtist popup-gluggi þar sem þú þarft að staðfesta að þú viljir örugglega eyða síðunni.
Þú getur smellt á Cancel og hætt við.
Ef þú smellir á Delete í glugganum verður ekki aftur snúið!