Tenglar

Á stofnana- og sérvefjum er hægt að birta tengla á tvenns konar hátt: Inni í textanum sjálfum eða í skilgreindum tenglasvæðum í þessum efniseiningum:

Hér er fjallað um hvernig tenglar eru birtir í textasvæði

Til að setja inn tengil í aðra síðu, utan vefsins, velur þú textann sem þú vilt breyta í tengil og smellir á Tenglahnappinn í textaritlinum:

Þá birtist þessi gluggi:

Slóðin að síðunni fer í reitinn vefslóð.

Það þarf ekki að vera neitt í reitnum Title.

Vista til að loka glugganum.

Aðferðin við að búa til tengil á síðu innan sama vefs er sú sama og lýst er hér fyrir ofan. Nema að í stað vefslóðar notarðu node-númer síðunnar.

Node-númer verður til sjálfkrafa þegar ný síða er stofnuð. Númerið er n.k. kennitala hverrar síðu. Númerið breytist aldrei, þó að slóðin breytist, t.d. ef nafni síðunnar er breytt, eða hún færð til í leiðakerfinu.

Rétt notkun node-númera kemur líka í veg fyrir að tenglar brotni.

Þú finnur node-númerið með því að fara í breytingahluta (Edit-hluta) síðunnar. Þá birtist það í slóð síðunnar, efst í vafraglugganum:

Það er nóg að afrita /node/[númerið] af slóðinni og setja það í vefslóðarreitinn.

Sama aðferð er notuð við að búa til tengla í efniseiningunum sem eru nefndar efst á þessari síðu.

Finndu slóðina í skjalið á vefnum, eins og lýst er hér: Finna slóð að skjali.

Bættu við tengli í skjalið eins og í aðferðinni hér fyrir ofan (Tengill í aðra síðu).

Í vefslóðarreitinn kemur slóðin að skjalinu.

Hnappar (call-to-action-hnappar) eru hentugir til að búa til tengil í eitthvað sem þú vilt vekja sérstaka athygli á. Ekki ofnota þá. Einn til þrír hnappar eru hæfilegur fjöldi á hverri síðu. Ef þeir eru fleiri er líklegt að þeir missi marks.

Á stofnana- og sérvefjum eru hnappar settir upp í textaritlinum:

Smelltu á hnappa-hnappinn í textaritlinum:

Þá birtist þessi gluggi:

Í valmyndinni Style velur þú útlit hnappsins. (Sjá sýnishorn fyrir neðan).

Í valmyndinni Size velur þú stærð hnappsins.

Í reitinn Text kemur heitið á hnappinum/tenglinum.

Í reitinn URL kemur slóðin að síðunni sem hnappurinn á að vísa á. Hér þarf að nota node-númer ef tengillinn er innan vefsins. (Sjá leiðbeiningar fyrir ofan).

Sýnishorn af hnöppum:

Link

Default

Primary

Success

Info

Warning

Danger

Heiti á tenglum þurfa að lýsa því sem er á bakvið þá. Dæmi:

Ekki setja vefslóðir inn í textann. Aldrei! Það er í lagi í prentefni en ekki á vefnum. Notaðu alltaf tengla til að vísa í annað efni. Dæmi:

Lýsandi heiti á tenglum hjálpa blindum, sjónskertum og fötluðu fólki að lesa vefinn. Þau hjálpa leitarvélum líka að finna efnið okkar.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.