Síða á aðalvefjum
Venjuleg síða (Page) er notuð fyrir mest allt efni á vefnum. Til að stofna nýja síðu frá grunni er þessi leið farin:
Content → Add Content → Page
Það er þó einfaldara og fljótlegra að búa til síðu út frá sniðmáti sem er til á vefnum. Þá er þessi leið farin:
Content → Add content → From template
Þá færðu uppsetta síðu með nokkrum algengum efniseiningum, miðað við mismunandi hlutverk síðunnar, s.s.:
- Deildarsíða
- Venjuleg síða með hausmynd (Page)
- Gátt (Portal)
- Rannsóknarsíða (Research)
- Sviðssíða
- Upplýsingasíða um byggingu
Efst á síðunni eru þrjú stillingaratriði:
- Title: Aðalfyrirsögn, nafn síðunnar.
- Do not display page title: Mismunandi hvort merkt eða afmerkt er við þennan reit. Það fer eftir hlutverki síðunnar.
- Title wrapper width: Wide width
Venjuleg síða skiptist í þrjá til fjóra hluta:
- Forskoða (Preview)
- Haus (Header)
- Meginmál (Content)
- Sidebar (Bara notað á síðum um rannsóknarverkefni)
Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni síðunnar í örstuttu máli.
Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni síðunnar, en það er ekki nauðsynlegt. Sjá leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.
Efnið úr forskoðunarhlutanum birtist ekki á síðunni sjálfri. En það birtist:
- Í leitarniðurstöðum
- Í fréttayfirliti
- Í efniseiningunni Page reference.
Í haushluta (Header-hluta) síðunnar kemur efni til að hafa efst, í hausnum á síðunni.
Hér er fyrst og fremst gert ráð fyrir myndum eða slæðusýningum.
Efniseiningar í boði í haushlutanum eru:
Í Efnishlutann (Content-hlutann) kemur allt efni sem er sýnilegt á síðunni, s.s. texti, myndir, myndbönd, tenglar o.fl.
Einingar í boði í efnishlutanum eru:
- Akkeri (Anchor)
- Blokkir (Block reference)
- Efnisbox (Custom box)
- Flipar (Tabs)
- Flýtileiðir (Shortcuts)
- Fókusbox
- Fyrirsögn (Headline)
- Gallerý
- Gallerý með smámyndum (Gallery with thumbnails)
- Harmónikkulisti (Accordion)
- Hnappur (Button)
- Mynd (Image)
- Mynd með textaboxi (Image text)
- Myndband (Remote video)
- Myndband með textaboxi (Video text)
- Skjal (File)
- Slæðusýning 50/50 (Slideshow 50/50)
- Starfsmannalisti
- Stór tengill (Page reference)
- Störf í boði (Vacancies)
- Tenglasafn (Link collection)
- Texti
- Tímalína (Timeline)
- Tveir dálkar (Two columns)
Efni í hliðarslá til hægri er bara notað á rannsóknasíðum. Hver rannsóknasíða er tileinkuð umfjöllun um eina rannsókn við Háskólann. Þeim er ætlað að minnka þörfina á sérvefjum um rannsóknir.
Til að birta efnið í hægri hliðardálkinum er smellt á hnappinn Add related content.
Nánari upplýsingar um efnið í hliðarslánni eru í leiðbeiningum um rannsóknasíður.
Neðst í vinnsluhluta síðunnar eru þrír mismunandi hlutar fyrir efnisflokkun.
Flokkunarorðin verða að vera til í bakhluta vefsins áður en þeim er bætt við reitina.
Það er ekki víst að það þurfi að fylla út í alla þrjá hlutana.
Í hvern reit kemur eitt flokkunarorð. Til að bæta nýju orði við listann er smellt á hnappinn Add another item fyrir neðan listann.
Til að bæta nýju flokkunarorði við er farið í hlutann:
Structure -> Taxonomy.
Þar eru hlutar fyrir hvern af þessum flokkum:
Tögun
Hér eru skrifuð efnisorð eða flokkunarorð tengd síðunni eða umfjöllunarefni hennar.
Þetta geta verið t.d. verið námsleiðir, sérfræðasvið eða heimsmarkmið SÞ.
Efnisflokkun
Hér er skrifað hvaða fræðasviði og/eða deild síðan tilheyrir. Þetta geta líka verið svið innan sameiginlegrar stjórnsýslu, þjónustueiningar eða verkefni innan háskólans.
Gerð síðu
Hér er skrifað hvers konar síðutegund þetta er, þ.e. hvers konar hlutverki hún gegnir:
- Algengar spurningar (FAQ) – Síða með algengum spurningum – Ein spurning og svar á hverri síðu.
- Bygging (Buildings) – Upplýsingasíða um háskólabyggingu
- Deild (Faculty) – Upplýsingasíða um deild, undir fræðasviði
- Fela hliðarvalmynd – Valið ef það á að fela hliðarvalmyndina vinstra megin á síðunni.
- Gátt (Portal) – N.k. milliforsíða, safnsíða með yfirliti um eitthvað ákveðið efni.
- Lög og reglur (Regulation) – Síða með lögum og reglum
- Rannsókn (Research) – Síða tileinkuð rannsóknum
- Síða (Page) – Venjuleg síða
- Svið (School) – Upplýsingasviða um fræðasvið
Faq
Þessi hluti er eingöngu notaður ef síðan inniheldur algenga spurningu (FAQ) og svar við henni og gerð hennar er FAQ. (Sjá hér fyrir ofan). Flokkar sem hér eru í boði eru (bara tilbúnir á ensku):
- Applications and admission
- Certified academic documents
- Equality
- Life and culture
- New at UI
- Preparation for programmes
- Registration and student permit
- Studies and courses
Þegar síða er tilbúin til birtingar þarf að bæta henni við valmyndina/leiðakerfið á vefnum.
Þetta á þó ekki við um rannsókarsíður og FAQ-síður.
Leiðbeiningar um hvernig það er gert eru hér: Valmynd og brauðmolaslóð.