Slæðusýningar á aðalvef
Slæðusýning (Slideshow) er í boði í haus-hlutanum á síðum. Í henni er hægt að hafa mynd ásamt textaboxi. Ef myndir eru fleiri en ein er hægt að fletta í gegnum þær með örvatökkum. Það er líka hægt að smella á play-takka. Þá spilast slæðusýningin sjálfkrafa.
Þegar einingunni hefur verið bætt við á síðuna smellir þú á hnappinn Add Section til að bæta slæðu við safnið.
Mynd
Til að bæta mynd við slæðuna smellir þú á hnappinn Add media. Þá geturðu sótt mynd úr safninu á vefnum eða hlaðið upp nýrri mynd.
Fyrirsögn og texti
Í reitinn Pre header kemur yfirfyrirsögn (augabrún), ef þess þarf.
Í reitinn Heading kemur aðalfyrirsögnin í textaboxinu.
Textinn fer svo í textareitinn. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta; einni eða tveimur setningum.
Hnappur
Neðst í textaboxinu er hægt að hafa hnapp til að vísa á ítarlegra efni.
Í reitinn URL setur þú slóðina að síðunni, með node-númeri, eða skrifar heiti hennar í reitinn.
Í reitinn Link text kemur heitið á hnappinum.
Með Attributes-stillingunum er valið útlit og litur á hnappinum. Sjá útlit á hnöppum.
Dæmi um útlit á slæðusýningu: