Slæðusýningar á aðalvef

Slæðusýning (Slideshow) er í boði í haus-hlutanum á síðum. Í henni er hægt að hafa mynd ásamt textaboxi. Ef myndir eru fleiri en ein er hægt að fletta í gegnum þær með örvatökkum. Það er líka hægt að smella á play-takka. Þá spilast slæðusýningin sjálfkrafa.

Þegar einingunni hefur verið bætt við á síðuna smellir þú á hnappinn Add Section til að bæta slæðu við safnið.

Mynd

Til að bæta mynd við slæðuna smellir þú á hnappinn Add media. Þá geturðu sótt mynd úr safninu á vefnum eða hlaðið upp nýrri mynd.

Fyrirsögn og texti

Í reitinn Pre header kemur yfirfyrirsögn (augabrún), ef þess þarf.

Í reitinn Heading kemur aðalfyrirsögnin í textaboxinu.

Textinn fer svo í textareitinn. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta; einni eða tveimur setningum.

Hnappur

Neðst í textaboxinu er hægt að hafa hnapp til að vísa á ítarlegra efni.

Í reitinn URL setur þú slóðina að síðunni, með node-númeri, eða skrifar heiti hennar í reitinn.

Í reitinn Link text kemur heitið á hnappinum.

Með Attributes-stillingunum er valið útlit og litur á hnappinum. Sjá útlit á hnöppum.

Dæmi um útlit á slæðusýningu:

Image
Dæmi um slæðusýningu í síðuhaus á vef HÍ
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.