Rannsóknarsíða

Á rannsóknarsíðum er umfjöllun um rannsóknir innan HÍ. (Ein rannsókn á hverri síðu). Þær eiga að draga úr þörf á sérvefjum fyrir rannsóknir.

Hér er dæmi um rannsóknarsíðu.

Ný rannsóknarsíða stofnuð

Til að stofna nýja rannsóknarsíðu er best að velja Content → Add content → From template.

Þar finnur þú sniðmát sem heitir Rannsókn. Þar smellir þú á hnappinn Create content from this template (Blaðatáknið).

Rannsóknarsíða

Þá birtist útfyllt síða. Þú getur vistað hana hvenær sem er. Það er samt gott að skrifa fyrirsögnina áður en hún er vistuð.

Mundu að breyta efninu í þessum svæðum:

Í Content-hlutanum er allt innihald síðunnar. Þar er hægt að stilla upp efniseiningum, s.s. texta, myndum og myndböndum eftir því sem þörf er á. (Umfjöllun um efniseiningar).

Breiddarstilling á efniseiningum á venjulega að vera Wide width.

Fastir punktar

Starfsmannalisti

Neðst á síðunni er starfsmannalisti. Þar er gert ráð fyrir tenglum í starfsmannasíður vísindamanna innan HÍ sem standa að rannsókninni.

Utanaðkomandi starfsmenn

Fyrir neðan starfsmannalistann er textabox þar sem hægt er að bæta við öðrum rannsakendum, ef einhver þeirra eru ekki starfsmenn HÍ. Ef enginn rannsakenda er utan HÍ má sleppa þessari einingu.

Tengdar rannsóknir

Fyrir neðan samfélagsmiðladeilinguna (Block reference - Social sharing block) er listi yfir aðrar rannsóknir. (Á ensku heitir hann Similar research. Hann er ekki tilbúinn á íslensku). Í valmyndinni efst í listanum er hægt að velja hvaða rannsóknir birtast. Hér er hægt að velja allar rannsóknir á tilteknu sviði eða í tiltekinni deild:


Samfélagsmiðladeiling

(Block reference – Social sharing). Hún birtir hnappa til að deila síðunni á samfélagsmiðlum. Hún verður að vera með, neðst á síðunni, til að efnisorðin (tögunin) birtist á réttum stað.

Í hliðarstikuna hægra megin á síðunni (Sidebar right) koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina og aðstandendur hennar.

Ef eitthvað af þessum svæðum er óútfyllt birtist sá hluti ekki á síðunni.

Lýsingar og leiðbeiningar með þessum hluta eru hér: Síða á aðalvefjum, undir hlutanum Hliðarslá til hægri (Sidebar right).

Þegar búið er að stofna síðu út frá sniðmáti (template) er líklegt að það þurfi að skipta um myndir á henni.

Leiðbeiningar um það eru hér: Myndanotkun – Skipta um myndir.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.