Rannsóknarsíða
Á rannsóknarsíðum er umfjöllun um rannsóknir innan HÍ. (Ein rannsókn á hverri síðu). Þær eiga að draga úr þörf á sérvefjum fyrir rannsóknir.
Hér er dæmi um rannsóknarsíðu.
Ný rannsóknarsíða stofnuð
Til að stofna nýja rannsóknarsíðu er best að velja Content → Add content → From template.
Þar finnur þú sniðmát sem heitir Rannsókn. Þar smellir þú á hnappinn Create content from this template (Blaðatáknið).
Þá birtist útfyllt síða. Þú getur vistað hana hvenær sem er. Það er samt gott að skrifa fyrirsögnina áður en hún er vistuð.
Mundu að breyta efninu í þessum svæðum:
- Title (Fyrirsögn)
- Preview:
- Preview-texti (Ein til tvær setningar)
- Preview-image
- Header:
- Hausmyndin (Sjá umfjöllun um myndir og myndanotkun)
- Í hliðardálknum hægra megin á edit-síðunni:
- Breadcrumb-title (Hún á að vera sú sama og fyrirsögnin)
- Tögun og efnisflokkun: Sjá umfjöllun um síður, í hlutanum Flokkunarorð.
Í Content-hlutanum er allt innihald síðunnar. Þar er hægt að stilla upp efniseiningum, s.s. texta, myndum og myndböndum eftir því sem þörf er á. (Umfjöllun um efniseiningar).
Breiddarstilling á efniseiningum á venjulega að vera Wide width.
Fastir punktar
Starfsmannalisti
Neðst á síðunni er starfsmannalisti. Hann á að vera af gerðinni Rannsakendur á ensku (eða Rannsakendur á íslensku). Þar er gert ráð fyrir tenglum í starfsmannasíður vísindamanna innan HÍ sem standa að rannsókninni.
Sjá upplýsingar um starfsmannalista.
Utanaðkomandi starfsmenn
Fyrir neðan starfsmannalistann er textabox þar sem hægt er að bæta við öðrum rannsakendum, ef einhver þeirra eru ekki starfsmenn HÍ. Ef enginn rannsakenda er utan HÍ má sleppa þessari einingu.
Samfélagsmiðladeiling
(Block reference – Social sharing). Hún birtir hnappa til að deila síðunni á samfélagsmiðlum. Hún verður að vera með, neðst á síðunni, til að efnisorðin (tögunin) birtist á réttum stað.
Í hliðarstikuna hægra megin á síðunni (Sidebar right) koma ýmsar upplýsingar um rannsóknina og aðstandendur hennar.
Ef eitthvað af þessum svæðum er óútfyllt birtist sá hluti ekki á síðunni.
Lýsingar og leiðbeiningar með þessum hluta eru hér: Síða á aðalvefjum, undir hlutanum Hliðarslá til hægri (Sidebar right).
Hér eru nokkrir reitir sem þarf að fylla út í:
Researchers
Hér koma nöfn fræðimanna sem taka þátt í viðkomandi rannsókn:
- URL: Slóð að síðu viðkomandi fræðimanns, t.d. starfsmannasíðu HÍ eða rannsóknargátt á Írisi.
- Ef þetta er tengill á starfsmannasíðu innan vefsins á slóðin að vera á forminu /staff/[notandanafn starfsmanns]. Dæmi: /staff/benedikt. Á íslensku verður slóðin þó önnur. Hún er ekki tilbúin.
- Link text: Nafn fræðimannsins.
Til að bæta fleiri fræðimönnum við listann er smellt á hnappinn Add another item.
Partners
Þessi hluti er fyrir lista yfir samstarfsaðila í rannsókninni, s.s. stofnanir og/eða fyrirtæki.
- URL: Slóð að vef samstarfsaðila
- Link text: Heiti fyrirtækis, stofnunar eða samstarfsaðila
Til að bæta fleiri samstarfsaðilum við listann er smellt á hnappinn Add another item.
Media coverage
Hér er gert ráð fyrir tenglum í fjölmiðlaumfjöllun um rannsóknina, s.s. blaðagreinar eða fréttir á vefnum.
- URL: Slóð að grein
- Link text: Fyrirsögn greinarinnar
Til að bæta fleiri fréttum við listann er smellt á hnappinn Add another item.
Published content
Hingað koma tenglar í fræðigreinar og útgefið efni í tengslum við rannsóknina.
- URL: Slóð að grein
- Link text: Heiti greinarinnar
Til að bæta fleiri greinum við listann er smellt á hnappinn Add another item.
Media contact
Hér er pláss fyrir upplýsingar um tengilið rannsóknarinnar, einhvern sem fjölmiðlar geta haft samband við ef þeir vilja fjalla um rannsóknina.
- URL: Slóð að síðu viðkomandi fræðimanns, t.d. starfsmannasíðu HÍ eða rannsóknargátt á Írisi.
- Link text: Nafn fræðimannsins.
School
Upplýsingar um á hvaða fræðasviði HÍ rannsóknin fer fram.
- URL: Slóð að síðu fræðasviðs (á forminu /node/númer).
- Link text: Heiti fræðasviðs
Related studies
Hér koma tenglar á námsleiðir við Háskólann sem tengjast rannsókninni.
- URL: Slóð að síðu námsleiðar (á forminu /node/númer).
- Link text: Heiti námsleiðar
Til að bæta fleiri námsleiðum við listann er smellt á hnappinn Add another item.
Faculty
Upplýsingar um í hvaða deild rannsóknin fer fram.
- URL: Slóð að síðu deildar (á forminu /node/númer).
- Link text: Heiti deildar
Þegar búið er að stofna síðu út frá sniðmáti (template) er líklegt að það þurfi að skipta um myndir á henni. S.s hausmyndir og forskoðunar-/preview-myndir.
Leiðbeiningar um það eru hér: Myndanotkun – Skipta um myndir.