Einingin Shortcuts er notuð til að búa til flýtileiðir. Þetta geta verið tenglar í síður sem eru mikið skoðaðar eða síður sem við viljum vekja sérstaka athygli á.
Tenglarnir birtast í láréttri röð. Þeir geta verið allt að fjórir í hverri röð. Það er stillt í valmyndinni Útlit í stillingum fyrir eininguna.
Ekki er mælt með því að hafa flýtileiðirnar of margar (því annars eru það ekki flýtileiðir)! Í mesta lagi ætti að hafa sex til átta tengla á svona tenglalista.
Í reitnum Icon name er hægt að hafa tákn/íkon fyrir framan nafnið á tenglinum. Nafnið á tákninu er þá skrifað í reitinn. En það er ekki nauðsynlegt að hafa íkonið með. Það ætti heldur ekki að ofnota þau.
Listi yfir öll íkon sem eru í boði.
Í reitinn URL skrifar þú heiti síðunnar eða slóð að henni, með node-númeri.
Í reitinn Link text kemur heiti tengilsins.
Til að bæta öðrum tengli við listann smellir þú á hnappinn Bæta við Link with icon (eða Add Link with icon) og endurtekur leikinn.
Til að fjarlægja flýtileið smellir þú á þrípunktinn og velur Fjarlægja (eða Remove).
Hægt er að breyta röðinni á tenglunum með því að draga þá upp og niður með músinni. (Drag-n-drop-möguleikinn). Áður en það er gert er gott að smella á hnappinn Collapse til að loka stillingunum á tenglunum.