Brauðmolaslóðin efst á síðunni sýnir hvaða leið hægt er að komast að efninu, þ.e. hvar síðan er staðsett í veftrénu/valmyndinni.
Til að slóðin birtist rétt þarf síðan að vera í valmyndinni á vefnum. Hver síða getur bara verið á einum stað í valmyndinni.
Þegar síða er tilbúin til birtingar þarf að setja hana á sinn stað í valmyndinni. Þá birtist brauðmolaslóð efst á henni. Staðsetning í valmyndinni hefur líka áhrif á hver slóð síðunnar verður.
Það er gert í hliðardálkinum hægra megin í vinnsluhluta síðunnar.
- Finndu stillingarnar Menu settings.
- Merktu við Provide a menu link.
- Finndu og veldu móðursíðu síðunnar í valmyndinni Parent link.
- Ef heiti tengilsins á ekki að vera það sama og fyrirsögn síðunnar þarf að breyta því í reitnum Menu link title.
- Í stillingunum Breadcrumb title (neðar í stillingunum) þarf að breyta heitinu. Það á oftast að vera það sama og fyrirsögn síðunnar.
- Vistaðu síðuna að lokum.
Þegar búið er að bæta síðu við valmyndina/leiðakerfið birtist sjálfkrafa valmynd vinstra megin á henni – ef hún er í þriðja lagi eða neðar í veftrénu.
Á venjulegum efnissíðum ætti valmyndin alltaf að vera sýnileg.
Ef valmyndin á af einhverjum ástæðum ekki að vera sýnileg, til dæmis á gáttum þarf að finna reitinn Gerð síðu neðst í vinnuhlutanum á henni. Í reitinn á að skrifa Hide sidebar menu. Eftir að búið er að vista síðuna hverfur valmyndin.
Flóknari aðferð við að fjarlæja valmyndina er þessi bakdyraleið. Hana ætti ekki að ofnota:
- Velja Structure → Block layout → Overview
- Á síðunni sem þá birtist er lína sem heitir Sidebar left.
- Undir línunni stendur Sidebar menu. Þar er smellt á hnappinn Configure lengst hægra megin í línunni.
- Neðst á síðunni sem þá opnast er hlutinn Pages. Þar er reitur með vefslóðum.
- Slóðinni að síðunni sem hliðarvalmynd á ekki að vera á er bætt við reitinn. (Eða hún fjarlægð af listanum ef valmyndin á að vera sýnileg á henni.
- Muna að vista. (Save block)
Til að breyta röð á síðum undir sömu móðursíðu er þetta aðferðin:
- Velja Structure → Menus → Main navigation.
- Smella á Edit child items hjá síðunni sem þú vilt endurraða, þangað til þú finnur síðurnar sem þú vilt breyta röðinni á.
- Þegar þú hefur fundið síðurnar getur þú breytt röðinni með Drag-n-droop-möguleikanum.
- Vista stillingarnar að lokum.
Þetta er flókin aðferð. En við vonumst til að hún verði einfölduð, og Drag-n-drop-möguleikinn verði virkjaður. Hann gerir ekki neitt fyrir okkur eins og staðan er núna.
Síða getur bara verið á einum stað í valmyndinni/leiðakerfinu.
Til að setja hana undir nýjan stað í valmyndinni er þetta leiðin:
- Smelltu á valmyndina undir Parent link.
- Finndu nýja staðinn fyrir síðuna í valmyndinni.
- Vistaðu.
Stundum breytist brauðmolaslóðin ekki eftir að síðan hefur verið færð til. Lausn við því er hér fyrir neðan.
Brauðmolaslóð breytist ekki þó að það sé búið að færa síðu til í valmyndinni
- Fjarlægðu síðuna úr valmyndinni:
- Veldu Structure → Menus → Main navigation.
- Finndu síðuna í listanum á síðunni sem þá birtist.
- Smelltu á píluna hjá hnappinum Edit. Veldu þar Delete.
- Staðfestu að þú viljir fjarlægja síðuna – smelltu á hnappinn Delete í glugganum sem birtist.
- Farðu í vinnsluhluta síðunnar.
- Vertu viss um að það sé merkt við Generate automatic URL alias.
- Vistaðu síðuna.
- Farðu aftur í vinnsluhlutann á síðunni.
- Finndu viðeigandi stað fyrir síðuna í leiðakerfinu. (Sjá leiðbeiningar fyrir ofan: Síðu bætt við valmynd).
- Vistaðu.
Ef þetta gengur ekki má líka prófa að breyta textanum í reitnum Menu link title og stytta hann.
Þá ætti slóð síðunnar að breytast og líka brauðmolaslóðin, eftir því hvar hún er í valmyndinni.