Námsleið

Til að búa til nýja námsleiðasíðu er best að velja Content → Add content → From template. Þar er hægt að setja upp grunnnáms- eða framhaldsnámssíðu út frá sniðmátum sem búið er að stilla upp.

Námsleiðasíður eru mikilvægasta kynningartæki háskólans. Það skiptir máli að þær séu vel upp settar og innihaldi góðar og réttar upplýsingar.

Í viðtölum sem tekin voru við nokkra nemendur HÍ kom í ljós að þau vilja hafa uppsetningu eins á öllum námsleiðasíðum. Það má ekkert vanta á þær. En það mega heldur ekki vera of miklar upplýsingar á þeim.

Á vefnum gildir reglan: Ein námsleiðarsíða = Ein námsleið! Það á ekki að nota námsleiðarsíðu til að kynna fleiri en eina námsleið.

Námsleiðasíður sækja ákveðnar upplýsingar úr Kennsluskránni. Þær birtast sjálfkrafa á vefnum. Til að sækja þessar upplýsingar þarf að bæta námsleiðarnúmerinu við ákveðnar einingar á síðunni.

Námsleiðarnúmerið finnst í slóð námsleiðarinnar í Kennsluskránni. Dæmi:

Slóð námsleiðarinnar Uppeldis- og menntunarfræði BA, 180 einingar er:
https://ugla.hi.is/kennsluskra/index.php?tab=nam&chapter=namsleid&id=820009

Sex stafa númerið á eftir kóðanum namsleid&id= í slóðinni er númer námsleiðarinnar. Í þessu tilfelli er það 820009.

Upplýsingar sem sóttar eru úr Kennsluskránni eru:

(Stjörnumerkt atriði eru ekki komin í gagnið ennþá)

  • Efsti texti/Inngangstexti*
  • Er námið fyrir þig?*
  • Um hvað snýst námið?*
  • Inntökuskilyrði
  • Námskröfur
  • Listi yfir námskeið
  • Skiptinám*
  • Starfsvettvangur*
  • Félagslíf*
  • Og þegar búið er að fylla út í svæðin hér fyrir ofan:
    • Staðsetning náms (fræðasvið)
    • Heiti námsleiðar
    • Einingafjöldi

Námsleiðasíður eru mismunandi eftir því hvort þær eru fyrir grunnnám eða framhaldsnám.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.