Fókusbox eru myndir með textaboxi hægra eða vinstra megin við myndina. Sjálfgefin stilling er að myndin sé vinstra megin. Til að hafa hana hægra megin er merkt við reitinn Invert.
Í reitnum Pre header er hægt að hafa yfirfyrirsögn (augabrún)
Í reitinn Titill kemur fyrirsögn í textaboxinu
Textinn í boxinu fer í textasvæðið. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta.
Til að setja inn mynd smellir þú á hnappinn Add media. Þá getur þú fundið mynd í myndasafni vefsins eða hlaðið upp nýrri mynd til að nota.
Sjá nánar: Myndir og myndanotkun á vefnum.
Fyrir neðan textann er hægt að hafa hnapp með tengli yfir á aðra síðu innan vefsins.
Í reitinn URL kemur heiti síðunnar eða slóð að henni, með node-númeri
Sjá nánar um tengla.
Í reitinn Link text kemur heiti hnappsins.
Útlitið á hnappinum er valið í stillingunni Attributes. Mismunandi útlit sést á síðu um hnappa.
Til að bæta öðru fókusboxi við sömu einingu smellir þú á hnappinn Add Focus box, neðst í einingunni.
Það er hægt að breyta röðinni á boxunum með því að draga þau upp og niður með músinni (drag-n-drop-möguleikinn). Áður en það er gert er gott að fela stillingarnar, með því að smella á Collapse-hnappinn efst í stillingunum:
Hér er dæmi um útlit á fókusboxum: