Fókusbox á aðalvefjum

Fókusbox eru myndir með textaboxi hægra eða vinstra megin við myndina. Sjálfgefin stilling er að myndin sé vinstra megin. Til að hafa hana hægra megin er merkt við reitinn Invert.

Í reitnum Pre header er hægt að hafa yfirfyrirsögn (augabrún)

Í reitinn Titill kemur fyrirsögn í textaboxinu

Textinn í boxinu fer í textasvæðið. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta.

Til að setja inn mynd smellir þú á hnappinn Add media. Þá getur þú fundið mynd í myndasafni vefsins eða hlaðið upp nýrri mynd til að nota.

Sjá nánar: Myndir og myndanotkun á vefnum.

Fyrir neðan textann er hægt að hafa hnapp með tengli yfir á aðra síðu innan vefsins.

Í reitinn URL kemur heiti síðunnar eða slóð að henni, með node-númeri

Sjá nánar um tengla.

Í reitinn Link text kemur heiti hnappsins.

Útlitið á hnappinum er valið í stillingunni Attributes. Mismunandi útlit sést á síðu um hnappa.

Til að bæta öðru fókusboxi við sömu einingu smellir þú á hnappinn Add Focus box, neðst í einingunni.

Það er hægt að breyta röðinni á boxunum með því að draga þau upp og niður með músinni (drag-n-drop-möguleikinn). Áður en það er gert er gott að fela stillingarnar, með því að smella á Collapse-hnappinn efst í stillingunum:

Image
Stillingar á fókusboxi á aðalvef HÍ

Hér er dæmi um útlit á fókusboxum:

Image
Dæmi um fókusbox á vef HÍ
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.