Tenglasafn á stofnana- og sérvefjum
Með efniseiningunni Links collection er hægt að búa til tenglasöfn.
Söfnin geta verið í allt að þremur dálkum. Ef notaðir eru fleiri en þrír dálkar fara þeir niður í næstu línu.
Í reitinn Titill kemur fyrirsögnin yfir dálkinum.
Slóðin að síðunni fer í reitinn Vefslóð.
Heiti tengilsins fer í reitinn Link text.
Til að bæta fleiri tenglum við safnið er smellt á hnappinn Bæta við öðru atriði og leikurinn endurtekinn.
Til að bæta öðrum dálki við safnið er smellt á hnappinn Bæta við Links.
Hægt er að færa tenglana til með því að færa þá með músinni (Drag-n-drop-möguleikinn).
Til að eyða tenglum úr listanum er textinn fjarlægður úr viðkomandi reitum
ATH: Það er ekki gott að hafa of marga tengla í þessu tenglasafni. Þeir ættu ekki að vera fleiri en fimm til sjö í hverjum dálki. Ef þeir eru fleiri hætta þeir að virka sem flýtileiðir og fara frekar að rugla lesendur vefsins.