Myndband með textaboxi á stofnana- og sérvefjum
Einingin Video text birtir myndband með textaboxi hægra eða vinstra megin
Myndbandið verður að vera til í margmiðlunarsafni vefsins áður en hægt er að setja það á síðuna. Sjá leiðbeiningar um hvernig myndbandi er hlaðið upp á vefinn.
Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir textanum.
Textinn til hliðar við myndbandið fer í reitinn Text.
Til að bæta myndbandi við síðuna smellirðu á tengilinn VIDEO, þá á hnappinn Select entities og finnur myndbandið í margmiðlunarsafninu á vefnum.
Sjálfgefin stilling er að textaboxið birtist vinstra megin og myndbandið hægra megin. Til að víxla þeim merkirðu við reitinn Invert.
ATH.: Í fyrsta skipti sem fólk opnar síðu sem inniheldur myndbönd birtist grár kassi fyrir myndbandinu, ásamt textanum Sýna efni frá Youtube (eða Display content from Youtube). Þetta er vegna persónuverndarmála, til að Youtube fari ekki að safna persónuupplýsingum um notendur um leið og komið er inn á síðuna.
Dæmi um myndband með textaboxi
Hér er dæmi um myndband. Í textasvæðinu er hægt að hafa lýsingu á því hvað er í myndbandinu.
Hér eru ýmiss konar möguleikar í framsetningu textans.
Áður en myndbandi er bætt við síðuna þarf það að vera til í miðlunarsafni vefsins. Hér lærir þú hvernig á að bæta myndbandi við safnið: