Myndband verður að vera til á Youtube (eða Vimeo) áður en þessi leið er farin. Ekkert mælir á móti því að stofnanir, svið eða deildir innan HÍ eigi sína eigin Youtube-síðu. En það má líka hafa samband við vefritstjóra og óska eftir því að myndbandi verði bætt við Youtube-síðu HÍ.

Til að bæta myndbandi við vefinn eru til tvær aðferðir.

Gegnum eininguna

Einfaldast er að bæta myndbandaeiningu við síðuna. (Video text eða Remote video).

Þegar hún er komin á sinn stað smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni.

Í reitinn Add Remote video via URL setur þú slóðina að myndbandinu og smellir á hnappinn Bæta við.

Þá stendur til boða að breyta nafni myndbandsins. Ef þú vilt að nafnið sé það sama og frá myndbandaveitunni smellir þú á Vista. Myndbandið er þá komið í margmiðlunarsafnið og hægt að birta það á vefnum.

Beint í margmiðlunarsafnið

Það er líka hægt að bæta myndbandi beint við margmiðlunarsafnið. Þá er þetta aðferðin:

  1. Smelltu á Innihald (eða Content) (Blaðatáknið vinstra megin í glugganum) → Media → Bæta við margmiðlunarefni (eða Add media) → Remote video.
    Ekki velja möguleikann Video. Það hleður upp myndbandi á vefinn. Þessir vefir eru ekki til þess að geyma myndbönd. (Undantekning er þó ef myndband er notað í hausnum á forsíðu. Sjá leiðbeiningar um myndband á forsíðu).
  2. Settu slóð að myndbandinu í reitinn Video URL.
    Það er hægt að birta myndbönd frá Youtube og Vimeo.
  3. Smelltu á Vista.

Drupal sækir nafn myndbandsins eins og það er á myndbandaveitunni. Þegar búið er að vista í skrefi 3 hér fyrir ofan er myndbandið komið í margmiðlunarsafnið á vefnum.

Til að birta myndband á síðu er notuð efniseiningin Video Text eða Remote video.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila