Myndband verður að vera til á Youtube (eða Vimeo) áður en þessi leið er farin. Ekkert mælir á móti því að stofnanir, svið eða deildir innan HÍ eigi sína eigin Youtube-síðu. En það má líka hafa samband við vefritstjóra og óska eftir því að myndbandi verði bætt við Youtube-síðu HÍ.
Til að bæta myndbandi við vefinn eru til tvær aðferðir.
Gegnum eininguna
Einfaldast er að bæta myndbandaeiningu við síðuna. (Video text eða Remote video).
Þegar hún er komin á sinn stað smellirðu á hnappinn Bæta við margmiðlunarefni.
Í reitinn Add Remote video via URL setur þú slóðina að myndbandinu og smellir á hnappinn Bæta við.
Þá stendur til boða að breyta nafni myndbandsins. Ef þú vilt að nafnið sé það sama og frá myndbandaveitunni smellir þú á Vista. Myndbandið er þá komið í margmiðlunarsafnið og hægt að birta það á vefnum.
Beint í margmiðlunarsafnið
Það er líka hægt að bæta myndbandi beint við margmiðlunarsafnið. Þá er þetta aðferðin:
- Smelltu á Innihald (eða Content) (Blaðatáknið vinstra megin í glugganum) → Media → Bæta við margmiðlunarefni (eða Add media) → Remote video.
Ekki velja möguleikann Video. Það hleður upp myndbandi á vefinn. Þessir vefir eru ekki til þess að geyma myndbönd. (Undantekning er þó ef myndband er notað í hausnum á forsíðu. Sjá leiðbeiningar um myndband á forsíðu). - Settu slóð að myndbandinu í reitinn Video URL.
Það er hægt að birta myndbönd frá Youtube og Vimeo. - Smelltu á Vista.
Drupal sækir nafn myndbandsins eins og það er á myndbandaveitunni. Þegar búið er að vista í skrefi 3 hér fyrir ofan er myndbandið komið í margmiðlunarsafnið á vefnum.
Til að birta myndband á síðu er notuð efniseiningin Video Text eða Remote video.