Viðburðasíða er notuð til að kynna viðburði framundan. Á mörgum vefjum eru þó fréttir notaðar til að kynna viðburði. Oft eru viðburðir ekki svo margir eða haldnir reglulega og því á yfirlit yfir viðburði framundan það til að tæmast.
Efst á síðunni þarf að fylla út nokkur svæði:
- Titill: Fyrirsögn eða heiti viðburðarins. Fyrisögnin á að vera stutt og hnitmiðuð, ekki lengri en 90 slög.
- Tungumál: Hér er valið hvort viðburðurinn er á íslensku eða ensku. Tungumálið á að vera það sama og tungumál vefsins.
Sjá reglur um tungumálanotkun á vefjum HÍ - Category: Hér á að velja Viðburður.
- Sidebar: Hér velurðu hvort þú vilt hafa hliðarslá vinstra megin á síðunni.
Viðburðasíðan sjálf skiptist svo í þrjá hluta. Fjóra ef þú vilt hafa hliðarslá á síðunni. Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í edit-hluta síðunnar:
Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa viðburðinum í örstuttu máli.
Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist viðburðinum, en það er ekki nauðsynlegt.
Í hausnum eru nokkur svæði sem þarf að fylla út.
- Hausmynd: Til að bæta við hausmynd er smellt á hnappinn Add Paragraph, fyrir ofan dagatalið.
Sjá leiðbeiningar um myndir og myndanotkun. - Dagatölin: Í efra dagatalið eru skráð upphafsdagsetning og -tími viðburðarins.
Í neðra dagatalið koma lokadagsetning og -tími. - Building: Í þessari valmynd velur þú bygginguna þar sem viðburðurinn er haldinn. Ef viðburðurinn er haldinn utan háskólasvæðisins velur þú möguleikann Utan háskólasvæðis.
Það er hægt að bæta fleiri byggingum við listann. Sjá leiðbeiningar um efnisflokkun. - Location detail: Í þennan reit getur þú skrifað nánari staðsetningu, til dæmis í hvaða stofu viðburðurinn er haldinn eða staðsetningu ef hann er haldinn utan háskólasvæðis.
- Further information: Hingað kemur stuttur texti, ef þess þarf, en ekki lengri en 50-60 slög.
Dæmi um texta til að hafa í þessum reit er:- Aðangur ókeypis
- Opið öllum
- Miðaverð: 2000 kr.
Í þennan hluta kemur kynningartextinn um viðburðinn. Efniseiningar í boði eru:
Hægt er að hafa hliðarslá vinstra megin á síðunni. En það er ekki nauðsynlegt. Hér eru eftirfarandi einingar í boði:
Eftir að viðburður hefur verið stofnaður er hægt að birta viðburðayfirlit á forsíðu og á venjulegum síðum.
Viðburðayfirlitið er búið til með einingunni Block reference. Sjá nánari leiðbeinigar.
Þegar viðburður er liðinn birtist hann sjálfkrafa á síðu með yfirliti yfir liðna viðburði. Slóðin er aðalslóð vefsins með slóðinni /eldri_vidburdir fyrir aftan. Dæmi: