Fréttasíður eru notaðar til að birta fréttir á vefnum. Á sumum Drupal-vefjum HÍ eru þær líka notaðar til að segja frá viðburðum framundan.
Þegar ný fréttasíða er stofnuð sést þetta efst á henni:
- Titill: Í þennan reit kemur fyrirsögn fréttarinnar.
- Tungumál: Hér er valið rétt tungumál síðunnar, hvort hún er á íslensku eða ensku. Hún á að vera á sama tungumáli og vefurinn sjálfur.
- Dagsetning: Hér er dagsetning fréttarinnar valin. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn í dag. Það er líka hægt að birta dagsetningar fram og aftur í tímann.
- Það er ekki hægt að tímastilla fréttina og láta hana birtast sjálfkrafa í framtíðinni. Hún birtist alltaf um leið og búið er að vista síðuna. (Nema að hún sé falin áður en hún er vistuð).
- Ef frétt á að birtast ákveðinn dag í framtíðinni þarf að velja rétta dagsetningu. Fela síðuna og birta hana svo handvirkt á viðkomandi degi.
- Flokkur (Category): Ef fréttin á að tilheyra einhverjum flokki er hann skrifaður í þennan reit.
- Flokkurinn verður að vera til í bakgrunni vefsins áður en hann er valinn.
- Það er ekki nauðsynlegt að setja fréttirnar í flokka. En ef fyrirsjáanlegt er að vefurinn verði stór og efnismikill gæti flokkun á fréttum komið að gagni.
- Leiðbeiningar um efnisflokkun.
Fréttasíðan sjálf skiptist svo í þrjá hluta. Fjóra ef þú vilt hafa hliðarslá á síðunni. Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í bakhluta síðunnar:
Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni fréttarinnar í örstuttu máli.
Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni fréttarinnar, en það er ekki nauðsynlegt.
Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.
Efnið úr forskoðunarhlutanum birtist ekki á síðunni sjálfri. En það birtist:
- Í leitarniðurstöðum
- Í fréttayfirliti
- Í efniseiningunni Page reference.
Í haus fréttarinnar er möguleiki að hafa mynd. Það er ekki nauðsynlegt.
Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.
Í þennan hluta fer allt efni fréttarinnar. Hér er í boði að hafa þessar efniseiningar:
Ef þú vilt hafa hliðarstiku með fréttinni velurðu möguleikann Left í valmyndinni Sidebar fyrir ofan flipana. (Sjá mynd ofar á síðunni). Þá birtist hliðarstika vinstra megin á fréttaíðunni.
Efni í boði í hliðarslánni er:
Þegar fyrsta fréttin hefur verið skrifuð og birt á vefnum er hægt að birta fréttayfirlit á forsíðu og á venjulegum síðum. Það er gert með einingunni Block reference. Sjá leiðbeiningar.
Þær birtast svo sjálfkrafa í fréttayfirlitinu upp frá því.
Þegar fyrsta fréttin er birt verður líka til síða með fréttayfirliti. Hún hefur slóðina /frettir aftan við aðalslóð vefsins. Nýjasta fréttin birtist efst. Þar er hægt að sía fréttir eftir árum.
Dæmi um fréttayfirlit: