Fréttasíður eru notaðar til að birta fréttir á vefnum. Á sumum Drupal-vefjum HÍ eru þær líka notaðar til að segja frá viðburðum framundan.

Þegar ný fréttasíða er stofnuð sést þetta efst á henni:

Bakhluti fréttasíðu í Drupal
Efsti hluti fréttasíðunnar.
  • Titill: Í þennan reit kemur fyrirsögn fréttarinnar.
  • Tungumál: Hér er valið rétt tungumál síðunnar, hvort hún er á íslensku eða ensku. Hún á að vera á sama tungumáli og vefurinn sjálfur.
  • Dagsetning: Hér er dagsetning fréttarinnar valin. Sjálfgefin dagsetning er dagurinn í dag. Það er líka hægt að birta dagsetningar fram og aftur í tímann.
    • Það er ekki hægt að tímastilla fréttina og láta hana birtast sjálfkrafa í framtíðinni. Hún birtist alltaf um leið og búið er að vista síðuna. (Nema að hún sé falin áður en hún er vistuð).
    • Ef frétt á að birtast ákveðinn dag í framtíðinni þarf að velja rétta dagsetningu. Fela síðuna og birta hana svo handvirkt á viðkomandi degi.
  • Flokkur (Category): Ef fréttin á að tilheyra einhverjum flokki er hann skrifaður í þennan reit.
    • Flokkurinn verður að vera til í bakgrunni vefsins áður en hann er valinn.
    • Það er ekki nauðsynlegt að setja fréttirnar í flokka. En ef fyrirsjáanlegt er að vefurinn verði stór og efnismikill gæti flokkun á fréttum komið að gagni.
    • Leiðbeiningar um efnisflokkun.

Fréttasíðan sjálf skiptist svo í þrjá hluta. Fjóra ef þú vilt hafa hliðarslá á síðunni. Flakkað er á milli hlutanna með flipunum í bakhluta síðunnar:

Bakhluti á fréttasíðu í Drupal

Í reitinn Preview text er nauðsynlegt að setja inngangstexta. Hann á ekki að vera lengri en ein til tvær setningar. Hann á að lýsa umfjöllunarefni fréttarinnar í örstuttu máli.

Í hlutanum Preview image þarf að vera mynd. Gott er að hún tengist efni fréttarinnar, en það er ekki nauðsynlegt.

Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.

Efnið úr forskoðunarhlutanum birtist ekki á síðunni sjálfri. En það birtist:

Í haus fréttarinnar er möguleiki að hafa mynd. Það er ekki nauðsynlegt.

Sjá nánar: Leiðbeiningar um myndir og myndanotkun.

Ef þú vilt hafa hliðarstiku með fréttinni velurðu möguleikann Left í valmyndinni Sidebar fyrir ofan flipana. (Sjá mynd ofar á síðunni). Þá birtist hliðarstika vinstra megin á fréttaíðunni.

Efni í boði í hliðarslánni er:

Þegar fyrsta fréttin hefur verið skrifuð og birt á vefnum er hægt að birta fréttayfirlit á forsíðu og á venjulegum síðum. Það er gert með einingunni Block reference. Sjá leiðbeiningar.

Þær birtast svo sjálfkrafa í fréttayfirlitinu upp frá því.

Þegar fyrsta fréttin er birt verður líka til síða með fréttayfirliti. Hún hefur slóðina /frettir aftan við aðalslóð vefsins. Nýjasta fréttin birtist efst. Þar er hægt að sía fréttir eftir árum.

Dæmi um fréttayfirlit:

Tengt efni
Aðalbygging Háskóla Íslands
Læknagarður
Gluggar í Aðalbyggingu Háskóla Íslands
Árnagarður
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila