Starfsmannalisti á aðalvef
Einingin Starfsmannalisti er notuð til að birta starfsmannalista. Nöfn og upplýsingar eru sóttar úr Kviku, starfsmannaskrá HÍ, með einfaldri skipun.
Upplýsingar sem birtast í starfsmannalistum eru:
- Mynd
- Nafn (með tengli í starfsmannasíðu á vef HÍ)
- Starfstitill
- Símanúmer
- Netfang
- Sérsvið
Í reitinn Titill kemur fyrirsögn yfir starfsmannalista. Ekki nauðsynlegt nema að listinn sé hafður inn í harmónikkulista (sjá neðar).
Í reitnum Subtext er hægt að hafa undirfyrirsögn.
Í valmyndinni Gerð velur þú hvers konar listi þetta á að vera. Hér eru fimm tegundir af listum í boði, á íslensku og ensku. Samtals tíu möguleikar:
- Starfsmannalisti
- Fræðimannalisti
- Starfsmannalisti miðað við tag
- Einstaklingalisti
- Rannsakendur
Í textareitinn undir valmyndinni (Gerð) skrifar þú skipunina til að birta starfsmannalistann. Nokkur dæmi eru sýnd hér fyrir neðan.
Í valmyndinni Display staff velur þú hvort listinn birtist á síðunni sjálfri (Table) eða undir harmónikkulista (Accordion).
Hér eru leiðbeingar og dæmi um framsetningu starfsmannalista.