Myndband með textaboxi á aðalvef

Video text einingin birtir myndband með textaboxi til hliðar. Það er hægt að stilla hvort myndbandið er hægra eða vinstra megin við textaboxið. það er gert í stillingum einingarinnar, undir Video position.

Myndbandið

Til að bæta myndbandi við eininguna smellir þú á hnappinn Add media.

Þá getur þú fundið og bætt myndbandi við síðuna úr miðlunarsafni vefsins.

Þú getur líka bætt við nýju myndbandi með því að setja slóðina að því í reitinn Add Remote video via URL. Þá bætist það við safnið og hægt að nota það aftur á annarri síðu.

Hér á ekki að setja inn fleiri en eitt myndband í hverja einingu. Ef tvö eða fleiri myndbönd eru notuð ruglast uppsetningin á síðunni.

Textinn

Í reitinn Title er hægt að hafa fyrirsögn yfir textanum en það er ekki nauðsynlegt.

Textinn sjálfur fer í textareitinn. Hér er bara gert ráð fyrir stuttum texta, einni til tveimur setningum.

Hnappur

Fyrir neðan textann er hægt að hafa hnapp til að tengja yfir á aðra síðu.

Í reitinn URL skrifar þú nafn eða slóð síðunnar (með node-númeri) sem þú vilt tengja í.

Heitið á hnappinum er skrifað í reitinn Link text.

Hér er dæmi um hvernig myndband með textaboxi getur litið út:

Image
Sýnishorn af myndbandi með texta á vef HÍ
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.