Mynd með textaboxi á aðalvef
Image Text einingin birtir eina mynd með textaboxi hægra eða vinstra megin.
Mynd
Eftir að búið er að bæta einingunni við smellir þú á hnappinn Add media til að bæta myndinni við. Þá getur þú hlaðið upp mynd eða notað mynd sem nú þegar er búið að hlaða upp.
Nánar um myndir á aðalvefjum.
Í stillingunni View mode velur þú stærð myndarinnar. Hér er um tvær stærði að velja. Hér er miðað við að breiddarstillingin á einingunni sé Full screen. Í minni breiddarstillingum eru stærðarhlutföllin þau sömu:
- Banner 5050: 768x568 punktar
- Squared: 768×768
Staðsetning myndarinnar, þ.e. hvort hún er hægra eða vinstra megin við textaboxið, er valin efst, í stillingunni Image position.
Textaboxið
Í textaboxinu eru nokkrir reitir til að fylla út:
- Kicker: Ef þú vilt hafa yfirfyrirsögn (augabrún) er hún skrifuð í þennan reit.
- Title: Aðalfyrirsögnin í textaboxinu.
- Text: Stuttur texti með myndinni. Nauðsynlegt að fylla út.
Hnappur
Það er í boði að hafa einn hnapp/tengil (call-to-action-hnapp) yfir á aðra síðu. Ef hann á að vera með þarf heiti síðunnar eða slóð með node-númeri að vera í reinum URL.
Í reitinn Link text kemur heitið á hnappinum.
Í stillingunni Attributes er valið útlit á hnappinn. Sjá nánar um hnappa.
Önnur aðferð við að birta mynd með textaboxi er að nota fókusbox.