Harmónikkulisti á aðalvef
Efniseiningin Accordion er notuð til að búa til harmónikkulista (fellilista, plús-lista). Hana má nota til að fela texta á bakvið fyrirsagnir og stytta síðuna ef hún er mjög löng og efnismikil. Það auðveldar lesendum að skanna yfir textann á síðunni.
Í reitinn Title kemur fyrirsögn.
Í textareitinn fyrir neðan kemur textinn sem á að vera undir fyrirsögninni. Hér gilda almennar reglur um framsetningu texta á vefnum. Þessi reitur er fyrst og fremst fyrir texta, en það er líka hægt að birta myndir í honum. Stillingin í Text format-hlutanum þarf þá að vera Rich text.
Til að bæta öðru atriði við listann smellir þú á hnappinn Add Accordion item neðst í einingunni.
Atriðum í listanum má svo endurraða með því að draga þau upp eða niður með músinni. Sjá leiðbeiningar: Einingar færðar til.
Í stillingum fyrir harmónikkulistann, efst í einingunni, er möguleikinn Enable search. Ef merkt er við hann birtist leitargluggi fyrir ofan listann. Það hentar vel ef listinn er efnismikill. Fólk á þá ekki að þurfa að opna hvert einasta atriði í listanum til að finna upplýsingar sem leitað er að.
ATH: Það er ekki hægt að hafa harmónikkulista inni í öðrum harmónikkulista.
Annar möguleiki við að stytta efnismikla síðu er að stilla henni upp í flipa.