Einingar (Paragraphs, Sections) eru byggingarefni síðunnar. Þeim má líkja við Lego-kubba. Við tökum kubbana upp úr kassanum sem við þurfum að nota en sleppum þeim sem við þurfum ekki að nota.

Þegar búið er að stofna síðu er hægt að bæta einingum við hana.

Nýrri efniseiningu er bætt við síðu með því að smella á hnappinn Add Paragraph eða Add section, eftir því hvort unnið er á stofnana- og sérvefjum eða aðalvefjum HÍ.

Hver efniseining hefur sitt hlutverk. Þær eru mismunandi eftir því hvort unnið er á aðalvefjum eða stofnana- og sérvefjum

Á efniseiningum, bæði á aðalvef HÍ og stofnana-/sérvefjum eru stillingamöguleikar sem eru eins allsstaðar:

Þema (Theme) stjórnar lit einingarinnar:

  • Engin (None): Hvítur bakgrunnur
  • Light: Ljósblár bakgrunnur

Top Spacing og Bottom Spacing: stjórna því hversu mikið bil eða autt pláss er fyrir ofan og neðan efniseininguna. Hér er um þrennt að velja:

  • Engin (None): Lítið/ekkert bil
  • Lítið (Small): Miðlungsbil
  • Stórt (Large): Mikið bil

Width: Stjórnar breiddinni á efniseiningunni. Hér eru fjórar mismunandi stillingar í boði:

  • Full screen
  • Wide width (almennt á efni að vera í þessari breidd).
  • Content width
  • Text width
Legokubbar ofan í kassa

Einingar í boði á aðalvefjum HÍ

Legokubbar

Efniseiningar í boði á stofnana- og sérvefjum

Einingar færðar til

Þegar búið er að bæta einingum við síðuna er einfalt að draga þær upp og niður með músinni, eftir því hvar þú vilt að hún sé staðsett á síðunni. (Drag-n-drop-möguleikinn).

Smellt er á þetta tákn til að draga einingarnar:

Drag-n-drop-möguleikinn í Drupal

Einingar afritaðar eða fjarlægðar

Með því að smella á þrípunktinn lengst hægra megin birtist val um að afrita viðkomandi efniseiningu (duplicate) eða fjarlægja hana (remove).

Þrípunkturinn við efniseiningu í Drupal.
Þrípunkturinn gefur möguleika á að afrita eða eyða efniseiningunni.

Einingar faldar eða birtar

Neðst í stillingum á hverri einingu er möguleikinn Birt (eða Published). Með því að afmerkja við hann er hægt að fela eininguna. Þá er bara þessi ákveðna eining falin, en ekki öll síðan.

Þetta kemur sér vel ef þú ert að vinna með nýja efniseiningu sem er ekki tilbúin til birtingar. Eða ef efnið þarf ekki að vera sýnilegt nema í ákveðinn tíma. Þá er hægt að vista síðuna án þess að breytingarnar verði sýnilegar öðrum en þeim sem eru skráð inn í Drupal.

Þegar eining er falin sést hún bara þegar við erum skráð inn í Drupal og verður bleik á litinn.

Þú getur þá haldið áfram að breyta efninu síðar. Þegar einingin er tilbúin til birtingar merkir þú við Birt (eða Published)-möguleikan (gerir takkann grænan) og vistar síðuna.

Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Deila