Stillingar í fæti á stofnana- og sérvefjum

Í fæti síðunnar eru þrír dálkar til að birta upplýsingar um staðsetningu, opnunartíma og netfang og/eða símanúmer. Þar er einnig hægt að setja tengla í samfélagsmiðla (Facebook, Twitter (nú X), Youtube og Instagram).

Breytingar á þessum upplýsingum eru bara opnar notendum með aðgangsheimild stjórnenda.

Til að breyta upplýsingum í fæti ferð þú þessa leið:

  1. Smelltu á Uppbygging → Block layout.
  2. Neðst á síðunni sem þá birtist eru þrjár blokkir:
    1. Address block (Fyrir heimilisfang/staðsetningu)
    2. Contact block (Fyrir símanúmer og netfang)
    3. Info block (Fyrir upplýsingar um opnunartíma, eða aðrar stuttar upplýsingar).
  3. Smelltu á hnappinn Stilla aftan við blokina sem þú vilt breyta:
  4. Þá birtist síða þar sem þú skrifar viðkomandi upplýsingar. Ekki breyta öðru en textanum í textaritlinum.
  5. Mundu að vista í lokin!

Til að setja tengla í samfélagsmiðla í síðufótinn er þetta leiðin:

  1. Smelltu á Stillingar (eða Configuration).
  2. Þá á Footer and front page links settings.
  3. Þá birtast textareitir þar sem þú þarft að setja slóðirnar að viðkomandi miðlum.
    Í boði er að setja tengil á Facebook, Twitter (nú X), Youtube eða Instagram.
  4. Muna að vista í lokin.

Þá birtast merki viðkomandi samfélagsmiðla hægra megin í fætinum.

Ath.: Það tekur stundum dálítinn tíma fyrir samfélagsmiðlalógóin að birtast. Það er eðlilegt að breytingin taki um einn til tvo klukkutíma.

Til að birta lógó fyrir jafnlaunavottun, græn skref eða ISO/IEC 27001 í fætinum er þetta aðferðin:

  1. Smelltu á Stillingar (eða Configuration).
  2. Þá á Footer and front page links settings.
  3. Neðst á síðunni eru þrjú box, eitt fyrir hvert merki. Hakaðu við merkin sem þú vilt að birtist í fætinum.
  4. Mundu að vista.
Var efnið hjálplegt?

Gott að heyra.

Láttu vita hver þú ert
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.
Nei

Æ, leitt að heyra.

Hvað er að?
Skrifaðu eins góða lýsingu á vandamálinu og þú getur.
Láttu vita hver þú ert.
Ef þú vilt fá svar við athugasemdinni.